Fréttir

Norðlenska greiðir 2,8% uppbót á allt innlegg 2012

Stjórn Norðlenska hefur ákveðið að greiða bændum 2,8% uppbót á allt innlegg ársins 2012. Uppbótin verður greidd út 8. mars næstkomandi. Þetta á við um allar búgreinar þannig að allir bændur sem leggja inn hjá Norðlenska fá greitt.

Rekstur Norðlenska var með ágætum á síðasta ári sem var það næst besta í sögu félagsins. Hagnaður félagsins á árinu var 188,5 milljónir króna.

 

„Bændur, innleggjendur, sem flestir eru hluthafar í félaginu, eiga sinn þátt í þessum árangri og með því að greiða þeim uppbót erum við að sýna þeim þakklætisvott fyrir þeirra framlag,“ segir  Sigmundur E. Ófeigsson framkvæmdastjóri Norðlenska.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook