Jafnlaunastefna

Tilgangur og gildissvið (English below)

Jafnlaunastjórnunarkerfi nær til alls starfsfólks. Starfsmaður er sá sem hefur gildandi ráðningarsamband við Kjarnafæði Norðlenska hf. Kerfið nær ekki til verktaka né þeirra sem vinna tilfallandi tímavinnu.

Jafnlaunastefna

Laun hjá Kjarnafæði Norðlenska hf. eru greidd skv. kjarasamningum eða sérstökum ráðningarsamningum við einstaka starfsmenn. Launaákvarðanir eru teknar af mannauðstjóra í samvinnu við viðkomandi yfirmann og byggðar á ítarlegri starfaflokkun sem liggur til grundvallar jafnlaunastjórnunarkerfi þar sem tekið er tillit til þeirra krafna sem störf gera. Stjórnendur skuldbinda sig til að gæta jafnréttis í launaákvörðunum sbr. lög nr. 150/2020 og skal öllum kynjum greidd jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Komi í ljós óútskýrður launamunur skal hann leiðréttur og unnið stöðugt að því að hann sé ekki til staðar.

Mannauðstjóri er fulltrúi stjórnenda varðandi jafnlaunastjórnunarkerfi og er ábyrgur fyrir viðhaldi þess í samræmi við staðalinn ÍST 85. Til að viðhalda launajafnrétti skuldbindur Kjarnafæði Norðlenska hf. sig til að:

  • Viðhalda vottuðu jafnlaunastjórnunarkerfi samkvæmt staðlinum ÍST 85.
  • Fylgja viðeigandi lögum og reglum sem eru í gildi á hverjum tíma sem eiga við um jafnlaunakerfið og meta hlítingu.
  • Framkvæma launagreiningu árlega þar sem borin eru saman sömu eða jafnverðmæt störf til að ganga úr skugga um hvort óútskýrður kynbundinn launamunur sé til staðar. Til greiningar eru grunnlaun og viðbótargreiðslur fyrir allt starfsfólk.
  • Framkvæma innri úttekt árlega.
  • Halda rýni stjórnenda árlega þar sem jafnlaunamarkmið eru sett fram og rýnd.
  • Bregðast við frábrigðum með stöðugum umbótum.
  • Kynna árlega jafnlaunastefnu og niðurstöður launagreiningar sem er til úttektar á starfsmannafundi.
  • Hafa stefnuna aðgengilega á heimasíðu Kjarnafæði Norðlenska hf.

Jafnlaunastefna er jafnframt launastefna Kjarnafæði Norðlenska hf. Erindi varðandi jafnlaunastjórnunarkerfið skulu berast til mannauðsstjóra.

 

Purpose

The equal pay management system covers all employees. An employee is a person who has a current employment relationship with Kjarnafæði Norðlenska hf. The system does not cover contractors or those who work irregularly.

Equal pay policy

Salary at Kjarnafæði Norðlenska hf. are paid according to wage agreements with unions or special employment contracts with individual employees.  The Human Resources Manager is responsible for salary decisions in collaboration with the relevant manager and bases these decisions on a detailed job classification that forms the basis of the equal pay management system. Managers are obliged to ensure equality in wage decisions, cf. Act no. 150/2020 and all genders shall be paid equal wages for the same or equivalent jobs. If an unexplained wage difference is discovered, it must be corrected and managers work constantly to ensure that this does not exist.

The Human Resources Manager represents the management regarding the equal pay management system and is responsible for its maintenance in accordance with the standard ÍST 85. In order to maintain equal pay, Kjarnafæði Norðlenska hf. will:

  • Implement a certified equal pay management system according to the ÍST 85 standard, document and maintain.
  • Follow the relevant laws and regulations valid at any given time that apply to the equal pay system and evaluate compliance.
  • Carry out an annual wage analysis comparing the same or equivalent jobs to determine whether there is an unexplained gender pay gap. Basic salaries and additional payments are the basis for the analysis for all employees.
  • Perform internal audits annually.
  • Hold annual management reviews where equal pay targets are set and reviewed.
  • Respond to anomalies with continuous improvement.
  • Introduce an annual equal pay policy and the results of a wage analysis that is audited at a staff meeting.
  • Have the policy available on Kjarnafæði Norðlenska´s website.

Equal pay policy is also the wage policy of Kjarnafæði Norðlenska hf. Errands regarding the equal pay management system should be sent to the human resources manager.

 

Útgáfudagur 21.03.2024

Ágúst Torfi Hauksson, forstjóri

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook