Hjá Norðlenska er í gildi starfsmannastefna sem miðar að því að fyrirtækið hafi ávalt að skipa hæfum og metnaðarfullum starfsmönnum. Ráðningar starfsmanna byggja á hæfileikum, reynslu og menntun þess sem ráðinn er. Tekið er tillit til jafnréttissjónarmiða við ráðningar og fyllsta hlutleysis gætt hvað varðar kynferði, þjóðerni, trúarbrögð og skoðanir umsækjenda.
Norðlenska leggur mikið uppúr því að skapa starfsmönnum góð starfsskilyrði og möguleika á að vaxa og dafna í starfi. Því er þjálfun og fræðsla starfsmanna stór þáttur af starfsmannastefnu Norðlenska og er fræðsluáætlun hluti af starfsmannastefnu. Fræðsluáætlun byggir á 3 hæfnissviðum. Faglegu, persónulegu og almennu hæfnissviði þar sem leitast er við að hver og einn geti þróast á mismunandi hátt innan fyrirtækisins. Stjórnendum ber að tryggja að allur aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustaðnum sé í samræmi við lög og reglugerðir og er starfsmönnum að sama skapi gert að fara eftir þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar hvað varðar öryggi og gætni í starfi.
Upplýsingagjöf til starfsmanna er mikilvægur þáttur starfsmannastefnu. Því er það haft að leiðarljósi að starfsmenn séu vel upplýstir um verkefni sín, skyldur og ábyrgðasvið. Til að svo megi vera eru haldnir reglulegir starfsmannafundir þar sem farið er yfir markmið og áætlanir fyrirtækisins ásamt því að starfsmenn eru upplýstir um horfur rekstrarins til nánustu framtíðar.
Það er Norðlenska mikilvægt að fyrirtækið sé samkeppnishæfur og eftirsóknarverður vinnustaður. Því er mikil áhersla lögð á að skapa þannig aðstæður innan fyritækisins að starfsmenn geti eftir því sem kostur er samræmt starfs- og fjölskylduábrygð. Mikil áhersla er lög á að efla gagnkvæma virðingu og traust meðal starfsmanna.
Nánari upplýsingar um starfsmannastefnu Norðlenska er hægt að nálgast hjá Starfsmannastjóra.
Mannauðsstefna Norðlenska - Human Relations Policy for Norðlenska - Wyznacznik wizji wykorzystania zasobów ludzkich