Norðlenska matborðið ehf.
Norðlenska matborðið ehf. er eitt stærsta og öflugasta framleiðslufyrirtæki landsins á sviði kjötvöru. Norðlenska er með starfsstöðvar á Akureyri, Húsavík og í Reykjavík. Á Akureyri eru höfuðstöðvar fyrirtækisins, stórgripasláturhús og kjötvinnsla, á Húsavík er sauðfjársláturhús og kjötvinnsla og að Stórhöfða 23 í Reykjavík er söluskrifstofa.
Norðlenska varð til þann 1. júlí árið 2000 er Kjötiðnaðarstöð KEA og Kjötiðjan Húsavík sameinuðust. Í júlímánuði 2001 festi Norðlenska matborðið kaup á þrem kjötvinnslum Goða hf. Eigandi Norðlenska er Búsæld, félag kjötframleiðenda í Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og á Austur- og Suðausturlandi. Ársvelta Norðlenska árið 2018 var um 5.000 m.kr. Norðlenska er eitt öflugasta framleiðslufyrirtæki landsins á sviði kjötvöru.
Framkvæmdastjóri Norðlenska er Ágúst Torfi Hauksson. Hjá fyrirtækinu eru um 165 stöðugildi að meðaltali.