Fréttir

Ný verðskrá fyrir nautgripi

Ný verðskrá hefur tekið gildi hjá sláturhúsum Kjarnafæðis Norðlenska hf. á Akureyri og Blönduósi.
Lesa meira

Verðskrá sauðfjár fyrir sláturtíðina 2024

Kjarnafæði Norðlenska hf. hefur gefið út verðskrá fyrir sauðfjárinnlegg á komandi hausti.
Lesa meira

Álag á sauðfjárinnlegg haustið 2024

Kjarnafæði Norðlenska hefur gefið út álag á sláturvikur í komandi sláturtíð.
Lesa meira

Aðalfundur Búsældar ehf

Aðalfundur Búsældar ehf verður haldinn í Valaskjálf, Egilsstöðum, klukkan 12:00 föstudaginn 19. apríl 2024.
Lesa meira

Afkoma Kjarnafæðis Norðlenska í samræmi við væntingar

• Hagnaður fyrir skatta árið 2023 var 385,5 milljónir króna, en var 231,5 milljónir árið 2022 • Rekstrartekjur samstæðunnar námu 12,1 milljarði króna árið 2023, en námu 10,8 milljörðum árið 2022. • EBITDA hagnaður nam 1.018 milljónum króna árið 2023, en var 699 milljónir árið 2022. • Eiginfjárhlutfall var 13,7% í árslok 2023, en var 8,9% í árslok 2022.
Lesa meira

Bændafundir Kjarnafæðis Norðlenska hf. og Búsældar efh.

KN og Búsæld boða til bændafunda á Norðaustur og Austurlandi dagana 27.-29. nóvember.
Lesa meira

Verðskrá sauðfjár 2023 - uppfærð

Verðskrá sauðfjár haustið 2023 hefur verið uppfærð.
Lesa meira

Verðskrá sauðfjár 2023

Verðskrá fyrir sauðfjárinnlegg á komandi sláturtíð hjá sláturhúsum Norðlenska á Húsavík og SAH Afurða á Blönduósi.
Lesa meira

Ný verðskrá fyrir nautgripi

Ný verðskrá fyrir nautgripi hefur tekið gildi hjá Norðlenska og SAH Afurðum. Nýja verðskráin gildir frá 24.4.2023.
Lesa meira

Lágmarksverð fyrir dilkakjöt haustið 2023

Ákveðið hefur verið að gefa út lágmarksverð fyrir dilkakjöt á komandi sláturtíð hjá Kjarnafæði Norðlenska (KN) og dótturfélögum þess Norðlenska matborðinu og SAH Afurðum. Verð á innleggi mun að lágmarki hækka um 5% umfram verðlagsþróun frá síðustu sláturtíð.
Lesa meira

Álag á nautakjöt

Norðlenska og SAH Afurðir greiða álag á ákveðna stærðarflokka nautakjöts frá og með 27.mars 2023.
Lesa meira

Aðalfundur Kjarnafæðis Norðlenska hf.

Aðalfundur Kjarnafæðis Norðlenska hf. var haldinn mánudaginn 20. mars 2023.
Lesa meira

Ný verðskrá fyrir hross og folöld

Gefin hefur verið út ný verðskrá fyrir hross og folöld hjá Norðlenska og SAH Afurðum.
Lesa meira
Landslið kjötiðnaðarmanna á leið á sitt fyrsta stórmót

Landslið kjötiðnaðarmanna á leið á sitt fyrsta stórmót

Lesa meira

Ný verðskrá fyrir nautgripi

Gefin hefur verið út ný verðskrá fyrir nautgripi hjá Norðlenska og SAH Afurðum. Nýja verðskráin gildir frá 15.8.2022.
Lesa meira

Eingreiðsla vegna sauðfjárinnleggs

Ákveðið hefur verið að greidd verði eingreiðsla vegna sauðfjárinnleggs til Norðlenska og SAH Afurða haustið 2022.
Lesa meira

Verðskrá sauðfjár 2022

Verðskrá Norðlenska og SAH Afurða fyrir sláturtíðina 2022 liggur fyrir.
Lesa meira

Breytt afurðaverð nautgripa

7. júní tók gildi breytt verðskrá nautgripa hjá Norðlenska og SAH Afurðum, dótturfélögum Kjarnafæðis Norðlenska.
Lesa meira

Uppfærð verðskrá fyrir nautakjöt

Kjarnafæði Norðlenska hf hefur gefið út nýja verðskrá fyrir nautakjöt hjá dótturfélögunum Norðlenska og SAH Afurðum.
Lesa meira

Ný verðskrá fyrir nautgripi

Gefin hefur verið út ný verðskrá fyrir nautgripi hjá slátúrhúsum dótturfélaga Kjarnafæðis Norðlenska hf - Norðlenska á Akureyri og SAH Afurða á Blönduósi.
Lesa meira

Verð á dilkakjöti haustið 2022 og uppbót á verð dilkakjöts árið 2021

Kjarnafæði Norðlenska hf hefur ákveðið að gefa út lágmarks verðhækkun á dilkakjöti fyrir slátúrtíðina 2022 og að greiða uppbót á dilkakjötsinnlegg haustsins 2021. Ákvörðunin gildir fyrir innlegg til dótturfélaga Kjarnafæðis Norðlenska, SAH Afurðir og Norðlenska matborðið.
Lesa meira

Ný verðskrá fyrir nautgripi

Verðskrá fyrir nautgripi hefur verið uppfærð. Nýja verðskráain tekur gildi 13.12.2021.
Lesa meira

Kynningarfundir Búsældar ehf og Kjarnafæðis Norðlenska hf

Kynningarfundir Búsældar og Kjarnafæðis Norðlenska verða haldnir á næstu dögum, fundarboð aðalfundar hafa verið send bréfleiðis til hluthafa í Búsæld ehf. Á fundunum munu fulltrúar frá Búsæld og Kjarnafæði Norðlenska hf. fara yfir stöðuna, framhaldið og svara spurningum.
Lesa meira

Ný stjórn og skipurit Kjarnafæðis Norðlenska hf.

Í kjölfar heimildar til samruna Kjarnafæðis, Norðlenska og SAH Afurða var á hluthafafundi 9. september síðastliðinn kjörin ný stjórn í móðurfélag samstæðunnar.
Lesa meira

Verðskrá sauðfjár 2021 - uppfærð 1. september 2021

Sameiginleg verðskrá Norðlenska og SAH fyrir sauðfjárinnlegg haustsins hefur verið uppfærð.
Lesa meira

Verðskrá sauðfjár 2021

Norðlenska og SAH Afurðir hafa gefið út verðskrá og greiðslufyrirkomulag fyrir komandi sláturtíð.
Lesa meira

Skilyrði fyrir samruna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH uppfyllt

Samkomulag um samruna Kjarnafæðis, Norðlenska matborðsins og SAH afurða var undirritað í júlí 2020. Samkeppniseftirlitið heimilaði samrunann með skilyrðum hinn 12. apríl síðastliðinn og síðan hafa stjórnir og stjórnendur félaganna ásamt ráðgjöfum unnið að því hörðum höndum að uppfylla skilyrðin til að fá heimild til að framkvæma samrunann. Nú hafa þau skilyrði verið uppfyllt og geta samrunafélögin því hafið sameiningarferlið.
Lesa meira

Samkeppniseftirlitið heimilar samruna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH afurða

Samkeppniseftirlitið hefur í dag heimilað samruna kjötafurðastöðvanna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH afurða með skilyrðum. Samrunaaðilar brugðust við mati eftirlitsins á skaðlegum áhrifum samrunans á samkeppni með því að setja fram tillögur að skilyrðum sem væru til þess fallnar að mæta áhyggjum Samkeppniseftirlitsins af skaðlegum áhrifum samrunans á samkeppni, en gerðu um leið samrunaaðilum kleift að framkvæma samrunann og ná markmiðum hans.
Lesa meira

Norðlenska matborðið ehf. hlýtur jafnlaunavottun

Lesa meira

Öskudagur 2021

Lesa meira

Ný verðskrá fyrir nautgripi

Ný verðskrá fyrir nautagripi tekur gildi hjá norðlenska mánudaginn 5. október 2020.
Lesa meira

Endurskoðuð verðskrá sauðfjár 2020

Ákveðið hefur verið að endurskoða verðská Norðlenska fyrir sauðfjárafurðir haustið 2020 þannig að verð fyrir dilkakjöt hækkar um 2,2% frá því verði sem gefið var út í lok ágúst.
Lesa meira

Engin slátursala á Húsavík í ár.

Í ljósi Covid aðstæða, verðum við því miður að tilkynna að þetta haustið er okkur ekki unnt að hafa slátursölu á Húsavík. Við bendum viðskiptavinum okkar að fara í verslanir Samkaupa þar sem slátur frá okkur verður til sölu.
Lesa meira

Verðskrá Norðlenska fyrir sauðfjárinnlegg haustið 2020

Norðlenska hefur gefið út verðskrá og fréttabréf sláturtíðar haustið 2020.
Lesa meira

Sláturtíðin 2020 og COVID-19

Aðgerðir er snúa að bændum í komandi sláturtíð
Lesa meira

Niðurstaða aðalfundar Búsældar

Möguleg sameining Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH afurða var borin undir aðalfund Búsældar, eigenda Norðlenska 20. ágúst síðastliðinn.
Lesa meira

Aðalfundur Búsældar

Aðalfundur í einkahlutafélaginu Búsæld verður haldinn 20.ágúst 2020 klukkan 13:00 í félagsheimilinu Skjólbrekku Mývatnssveit. Efni fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf og fyrirhuguð sameining Norðlenska matborðsins ehf, sem Búsæld á að fullu, annarsvegar og Kjarnafæðis hf. og SAH afurða ehf. hinsvegar.
Lesa meira

SAMRUNI KJARNAFÆÐIS OG NORÐLENSKA

Eigendur Kjarnafæðis og Norðlenska hafa komist að samkomulagi um helstu skilmála samruna félaganna. Kjarnafæði er í eigu bræðranna Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, en Norðlenska er í eigu Búsældar, sem er í eigu um 500 bænda á Íslandi.
Lesa meira

Starfsfólk í sláturtíð - Slaughtering season

Norðlenska leitar að duglegu og jákvæðu verkafólki til að manna störf í sauðfjársláturtíð 2020 á Húsavík. Í boði eru bæði sérhæfð og ósérhæfð störf. Um er að ræða 100% starfshlutfall og umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til að vinna yfirvinnu. Slátrun hefst 1. september og stendur fram undir lok október. Boðið er upp á mat á vinnutíma. Laun eru greidd skv. kjarasamningum SA og SGS. Umsóknarfrestur er til og með 20/08/2020. Nánari upplýsingar veitir Inga Stína í síma 460 8899 eða netfang ingastina@nordlenska.is. Áhugasamir eru hvattir til að sækja um rafrænt hér á heimasíðunni. Öllum umsóknum verður svarað. English version: Norðlenska is looking for hard-working and positive people for work during the sheep slaughtering season 2020 in Húsavík. We are both offering jobs for skilled and unskilled workers. The job ratio is 100% and applicants must be ready to work overtime. The season is from 1st of September until the end of October. Meals during work hours are provided. Salary is according to wage agreements between SA and SGS. Please apply before 20/08/2020. For further information, please contact Inga Stína tel, 460 8899 or email ingastina@nordlenska.is. Please apply electronically on this webpage. All applications will be answered.
Lesa meira

Fréttabréf og uppbót á sauðfjárinnlegg

Þar sem samkomubann kom í veg fyrir hefðbundna bændafundi Búsældar nú í vor höfum við sett saman stutt fréttabréf frá Norðlenska um stöðuna og starfsemina á síðasta ári. Stjórn ákvað á síðasta fundi sínum að greiða uppbót á sauðfjárinnlegg haustsins 2019.
Lesa meira

Vegna COVID-19

Kæru viðskiptavinir, Vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafa í samfélaginu vegna COVID-19 hefur verið ákveðið að takmarka umferð viðskiptavina og annarra gesta á starfsstöðvar okkar á Akureyri og Reykjavik. Tilgangur þessara aðgerða er að takmarka áhrif kórónaveirunnar á starfsemi fyrirtækisins enda er samkvæmt viðbragðsáætlun almannavarna við heimsfaraldri mikilvægt fyrir framleiðendur til að sjá til þess að dreifing matvæla haldist óskert áfram. Norðlenska tekur tilmælum yfirvalda mjög alvarlega eins og allir landsmenn. Heilsa og öryggi viðskiptavina okkar og starfsmanna skiptir okkur öllu máli. Við biðjum því viðskiptavini okkar að hafa samband símleiðis eða í tölvupósti. Símanúmer Norðlenska er 460 88 00 og netfang upplysingar@nordlenska.is. Sölumenn okkar sem sinna stóreldhúsum hafa verið beðnir um að takmarka heimsóknir og hafa samskipti gegnum síma og eða tölvupóst. Hér á heimasíðunni má nálgast símanúmer og netföng allra starfsmanna undir tenglinum "Um Norðlenska". Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þessar ráðstafanir kunna að hafa í för með sér en meðan neyðarstig almannavarna er virkt verða þessar takmarkanir í gildi. Með kveðju, Starfsfólk Norðlenska
Lesa meira

Ný verðskrá fyrir nautakjöt

Norðlenska hefur gefið út nýja verðskrá fyrir nautakjöt sem tekur gildi 02.03.2020 Nýja verðskráin felur í sér talsverðar breytingar frá fyrri verðskrá en hún tók gildi í kjölfar innleiðingar á nýju kjötmati árið 2018.
Lesa meira

Breyttur opnunartími skrifstofu og söludeildar

Frá og með 1. janúar 2020 verður skrifstofa/söludeild Norðlenska á Akureyri og í Reykjavík opin sem hér segir: Mánudaga til fimmtudaga kl. 8:00-16:00 Föstudaga kl. 8:00-15:15 (í stað 16:00 áður)
Lesa meira

Framleiðsla á jólakjötinu hafin

Lesa meira

Stóreldhúsið 2019

Norðlenska var með sýningarbás á sýningunni Stóreldhúsinu sem haldin var í Laugardalshöll dagana 31. október - 1. nóvember sl. Kynntar voru ýmsar útfærslur af kjötbollum, m.a. pizzabollur og jólabollur sem eru sívinsælar í mötuneytum landsins. Þessar bollur eru einungis seldar til stóreldhúsa eins og er en þess má geta að Norðlenska framleiðir og selur einnig kjötbollur í smásöluverslunum, m.a. lambabollur með feta, hvítlauk og pipar, grísabollur með mexíkókryddi og sænskar kjötbollur. Kjötbollur eru frábær kostur í hversdagsmatinn og slá í gegn hjá öllum kynslóðum, hvort sem meðlætið er spaghetti eða eitthvað annað. Meðfylgjandi er mynd af þeim sem stóðu vaktina en þau eru f.v. Birkir Þór Jónasson, Rósa Dagný Benjamínsdóttir, Linda Friðriksdóttir, Guðmundur Ágústsson og Magnús Sigurólason.
Lesa meira

Norðlenska með tvo í landsliði kjötiðnaðarmanna

Landslið kjötiðnaðarmanna hélt til Lisburn í Norður Írlandi þann 1. október sl. til að keppa við Landslið Írlands sem eru ríkjandi heimsmeistarar. Keppt var 2. og 3. okt. Á fyrri keppnisdegi var keppt í einstaklingskeppni og svo í tveggja manna keppni. Á seinni keppnisdegi var keppni á milli Íslands og Írlands. Íslenska landsliðsmönnunum gekk vel miðað við að vera keppa í fyrsta skipti og var ekki mikill munur á þó Írarnir hefðu betur að þessu sinni. Enn mjórri var munurinn í liðakeppninni. Norðlenska átti tvo starfsmenn í þessari ferð. Róbert Ragnar Skarphéðinsson kjötiðnaðarmeistari og verkstjóri á Húsavík var liðsmaður í landsliðinu og Stefán Einar Jónsson kjötiðnaðarmeistari og verkstjóri á Akureyri fór sem dómari. Hér að neðan eru nokkrar myndir frá keppninni. Stefán Einar hefur í kjölfarið verið valinn sem Deputy Chief Expert fyrir Euroskils 2020. Norðlenska óskar sínum mönnum og landsliðinu til hamingju.
Lesa meira

Nýr markaðsstjóri Norðlenska

Drífa Árnadóttir hefur verið ráðin í starf markaðsstjóra Norðlenska.
Lesa meira

Arnar Guðmundsson nýr framleiðslustjóri á Akureyri

Arnar Guðmundsson kjötiðnaðarmeistari hefur verið ráðinn framleiðslustjóri starfsstöðvar Norðlenska á Akureyri. Arnar hefur starfað hjá Norðlenska með hléum frá 1981 en án hléa síðastliðin 20 ár eða frá 1999. Hann starfaði sem verkstjóri á Húsavík til ársins 2017 þegar hann tók við starfi innkaupastjóra félagsins. Núverandi framleiðslustjóri, Eggert H. Sigmundsson lætur af störfum í lok septermber og tekur Arnar þá við keflinu. Við bjóðum Arnar velkominn í nýja starfið. Einnig viljum við þakka Eggerti vel unnin störf og óskum honum velfarnaðar.
Lesa meira

Ný verðskrá fyrir svínakjöt

Norðlenska hefur endurskoðað verðskrá svínakjöts
Lesa meira

Sláturtíð hafin - og fréttabréf

Fimmtudaginn 29. ágúst hófst sláturtíð hjá Norðlenska á Húsavík. Fréttabréf um fyrirkomulag sláturtíðar og heimtöku er komið á vefinn.
Lesa meira

Uppfærð verðskrá sauðfjár

Norðlenska hefur endurskoðað verðskrá sauðfjár vegna sláturtíðar 2019.
Lesa meira

Störf markaðsstjóra og framleiðslustjóra á Akureyri

Störf markaðsstjóra og framleiðslustjóra á Akureyri eru laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst nk. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Capacent sem hefur umsjón með ráðningunum: https://capacent.com/is/radningar/storf/
Lesa meira

Lágmarksverð fyrir sauðfjárinnlegg haustið 2019

Verðskrá fyrir komandi sauðfjársláturtíð hefur verið sett fram og er aðgengileg undir bændur/afurðaverð.
Lesa meira

Samrunaviðræður Norðlenska og Kjarnafæðis á ís

Samrunaviðræður og vinna við undirbúning samruna Norðlenska annarsvegar og Kjarnafæðis og SAH afurða hinsvegar hefur verið sett á ís.
Lesa meira

Sumarskólinn í heimsókn á Húsavík

Langbestu naggar í heimi framleiddir í Norðlenska á Húsavík.
Lesa meira

Verðskrá sauðfjár haustið 2018

Lágmarksverð Norðlenska fyrir sauðfé haustið 2018 var gefið út 3. júlí. Nú hefur verið gefið út fréttabréf með nánari upplýsingum varðandi sláturtíð.
Lesa meira

Eigendur Norðlenska og Kjarnafæðis hefja samrunaviðræður

Eigendur Norðlenska og Kjarnafæðis hafa komist að samkomulagi um að hefja viðræður um samruna félaganna. Kjarnafæði er í eigu bræðranna Eiðs og Hreins Gunnlaugssona.
Lesa meira

Breytt greiðslufyrirkomulag stórgripa

Frá og með 1. ágúst næstkomandi verður greiðslufyrirkomulagi vegna innleggs hjá Norðlenska breytt.
Lesa meira

Söluskrifstofa Norðlenska í nýtt húsnæði

Lesa meira

Lágmarksverð og breytt verðhlutföll fyrir sauðfé haustið 2018

Norðlenska hefur birt lágmarksverð fyrir komandi sauðfjársláturtíð. Breyting verður á verðhlutföllum milli matsflokka og eru innleggjendur hvattir til að kynna sér hin nýju hlutföll.
Lesa meira

Ný verðskrá fyrir nauta- og nautgripakjöt

Ný verðskrá samkvæmt EUROP mati er komin á vefsíðu Norðlenska. Um er að ræða verulega breytingu á uppbyggingu verðskrár frá því sem var enda hefur fjöldi matsflokka aukist mjög. Sú verðskrá sem nú fellur úr gildi var gefin út 21.04.2017.
Lesa meira

Önnur uppfærsla á verðskrá sauðfjár haustið 2017

Önnur uppfærsla verðskrár sauðfjár sem slátrað var haustið 2017 kemur til vegna sölu lambakjöts innan- og utanlands á fyrsta ársfjórðungi 2018. Afkoma sölu sauðfjárafurða á tímabilinu gefur tilefni til uppfærslu á verðskrá um sem nemur um 2,3%. Þessi uppbót bætist þá við um 3% uppbót sem greidd var í febrúar vegna sölu á fjórða ársfjórðungi 2017. Næsta endurskoðun er fyrirhuguð í ágúst, þá vegna sölu á öðrum ársfjórðungi 2018. Leiðréttingin kemur til greiðslu 28. maí.
Lesa meira
Kjötið frá Norðlenska á O'Learys

Kjötið frá Norðlenska á O'Learys

Veitingastaðurinn O'Learys í Smáralind mun héðan í frá aðeins bjóða upp á íslenskt kjöt frá Norðlenska. O’Learys, sem er hluti af alþjóðlegri keðju veitingastaða um allan heim, er fyrsti staðurinn í keðjunni sem fær leyfi til að bjóða upp á innlent kjöt á matseðli sínum.
Lesa meira

Aðalfundur Búsældar og bændafundir Norðlenska

Aðalfundur Búsældar ehf verður haldinn á Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum, þriðjudaginn 10.apríl, og hefst kl 15.00. Dagskrá verður samkvæmt hefðbundnum aðalfundarstörfum og samþykktum Búsældar. Að fundi loknum verður farið yfir rekstur og starfsemi Norðlenska. Búsæld og Norðlenska boða að auki til bændafunda frá 09-11 apríl.
Lesa meira

Uppfærsla á verðskrá sauðfjár haustið 2017

Uppfærsla á verðskrá sauðfjárinnleggs haustið 2017 vegna sölu afurða frá sláturtíð og fram að áramótum.
Lesa meira

Þjónustuslátrun á sauðfé

Ágætu innleggjendur, fyrirhuguð er þjónustuslátrun á sauðfé á Höfn fimmtudaginn 25. janúar og á Akureyri fimmtudaginn 8. febrúar. Áhugasamir hafi samband við Önnu Kristínu í síma 460-8834 eða Sigmund í síma 840-8888.
Lesa meira
Bréf frá framkvæmdastjóra

Bréf frá framkvæmdastjóra

Miklar umræður hafa spunnist um verðskrá sauðfjárinnleggs afurðastöðva þetta haustið og ástæður þess að verð til bænda fyrir sauðfé fellur jafn mikið milli ára og raun ber vitni. Mig langar til að skýra málið út frá sjónarhóli Norðlenska.
Lesa meira

Verðskrá sauðfjárinnleggs haustið 2017

Verðskrá sauðfjárinnleggs 2017 er komin út, með fyrirvara um breytingar og innsláttarvillur. Verðskrána má finna á vefsíðunni undir Bændur – verðskrá fyrir lambakjöt. Verðskrá heimtöku og frekari upplýsingar um komandi sláturtíð auk eyðublaða fyrir afhendingu sauðfjár verða í fréttabréfi sem sent verður innleggjendum von bráðar.
Lesa meira
Norðlenska og knattspyrnudeild Völsungs treysta samstarfið

Norðlenska og knattspyrnudeild Völsungs treysta samstarfið

Norðlenska og knattspyrnudeild Völsungs skrifuðu í dag undir samstarfssamning til þriggja ára. Norðlenska og Völsungur hafa undanfarin ár átt farsælt samstarf sem nú hefur verið endurnýjað. Með samningnum er fest í sessi að Norðlenska er einn af aðalstyrktaraðilum meistaraflokks kvenna og karla í knattspyrnu.
Lesa meira
Norðlenska og knattspyrnudeild Þórs hafa gert nýjan þriggja ára samstarfssamning um Goðamót Þórs

Norðlenska og knattspyrnudeild Þórs hafa gert nýjan þriggja ára samstarfssamning um Goðamót Þórs

Um liðna helgi var spilað á 50. Goðamótinu frá upphafi í Boganum á Akureyri. Við það tækifæri var samningur um Goðamótaröðina endurnýjaður til þriggja ára eða til ársins 2020. Mótin eru haldin fyrir yngri iðkendur í knattspyrnu karla og kvenna. Mikið líf og fjör er í Boganum á Akureyri þegar mótin eru haldin og má sjá gleðina skína af andlitum keppenda og ekki ólíklegt að stjörnur framtíðarinnar á knattspyrnusviðinu leynist í hópi þátttakenda.
Lesa meira

Vorslátrun á sauðfé

Ekki verður boðið uppá vorslátrun, svokallaða páskaslátrun, í sauðfjársláturhúsum Norðlenska á Húsavík og Höfn vorið 2017. Ekki er sérstök þörf á því hráefni sem fellur til úr vorslátrun þar sem annarsvegar eru til nægar birgðir af lambakjöti og hinsvegar hafa afurðir vorslátrunar ekki verið af þeim gæðum að fyrir þær fáist ásættanlegt verð. Vorslátranir hafa því ekki staðið undir sér og við núverandi aðstæður liður í nauðsynlegri hagræðingu að fella þær niður.
Lesa meira

Norðlenska fær staðfesta ISO 22000 gæðavottun

Norðlenska hefur hlotið gæðavottunarstaðalinn ISO/FSSC 22000 frá vottunarstofunni SAI Global. Staðallinn er matvælaöryggisstaðall og nær vottunin yfir báðar kjötvinnslur fyrirtækisins og sláturhús Norðlenska, á Húsavík og Akureyri.
Lesa meira

Verðlagning á sauðfjárinnleggi hjá Norðlenska haustið 2016

Norðlenska hefur ákveðið að lækka verðskrá sauðfjárinnleggs fyrir sláturtíðina 2016 um 10% fyrir dilka og 38% fyrir fullorðið fé. Ástæðurnar eru þrjár: Heildsöluverð hefur ekki hækkað í samræmi við launahækkanir sem hefur komið niður á afkomu Norðlenska; slæmar horfur á útflutningsmörkuðum; styrking á gengi krónunnar á sama tíma og vaxtastig hefur haldist mjög hátt. Þetta hefur leitt til þess að afkoma Norðlenska af sölu lambakjöts hefur rýrnað á síðastliðnum árum og við þessari stöðu verður að bregðast.
Lesa meira

Álagsgreiðslur sauðfjársláturtíð 2016

Norðlenska mun greiða álag samkvæmt meðfylgjandi töflu í sauðfjársláturtíð 2016.
Lesa meira
Innköllun á Bautabúrs heimilisskinku

Innköllun á Bautabúrs heimilisskinku

Norðlenska matborðið ehf. hefur ákveðið að taka úr sölu og innkalla frá neytendum Bautabúrið heimilisskinku. Vegna mistaka við merkingu kemur ekki fram að varan inniheldur vatnsrofið sojaprótein sem er á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda.
Lesa meira

Sauðfjárslátrun hjá Norðlenska 2016

Sauðfjárslátrun hjá Norðlenska 2016 verður með eilítið breyttu sniði frá því sem verið hefur undanfarin ár. Dregið verður úr slátrun á Höfn og hún aukin á Húsavík á móti. Eru þetta viðbrögð við versnandi afkomu í sauðfjársláturn sem kynnt var á bændafundum Norðlenska og Búsældar á vormánuðum.
Lesa meira

Aðalfundir Norðlenska og Búsældar, nýjar stjórnir

Aðalfundir Norðlenska matborðsins ehf. og eigendafélagsins Búsældar ehf. voru haldnir 26. apríl síðastliðinn.  Á fundinum var kjörin ný stjórn fyrir Norðlenska og gengu þau Heiðrún Jónsdóttir, Geir Árdal og Aðalsteinn Jónsson  úr stjórninni og í þeirra stað koma ný inn í stjórn þau Sigurgeir Hreinsson og Erla Björg Guðmundsdóttir auk Óskars Gunnarssonar sem verið hefur fyrsti varamaður í stjórn.
Lesa meira

Aðalfundur Búsældar - Fundarboð

Áður auglýstur aðalfundur Búsældar og kynningarfundur Norðlenska sem halda átti 18.apríl síðastliðinn verður haldinn í Hlíðarbæ Eyjafirði, þriðjudaginn 26.apríl kl 20:00. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. Stjórn Búsældar.
Lesa meira

Bændafundir Norðlenska og Búsældar

Bændafundir Norðlenska og Búsældar verða haldnir í vikunni. Á fundunum verður farið yfir málefni og starfsemi Norðlenska. Hluthafar í Búsæld sem og aðrir innleggjendur hjá Norðlenska eru hvattir til að mæta á fundina. Fundarstaði og fundartíma má sjá hér að neðan.
Lesa meira

Frestun á Aðalfundi Búsældar

Aðalfundi Búsældar og kynningarfundi Norðlenska sem vera átti í Hlíðarbæ Eyjafirði kl 14.00 í dag, er frestað til þriðjudagsins 26. apríl kl 20.00. Stjórn Búsældar
Lesa meira

Slátrun á vegum Norðlenska á Höfn í Hornafirði

Að óbreyttu er ekki gert ráð fyrir að slátra sauðfé á vegum Norðlenska í sláturhúsi félagsins á Höfn í Hornafirði haustið 2016. Rekstur sláturhússins á Höfn hefur verið þungur og miðað við núverandi stöðu á kjötmarkaði eru stjórnendur og stjórn Norðlenska nauðbeygð til að leita allra leiða til að draga úr kostnaði við slátrun og framleiðslu.
Lesa meira

Vorslátrun 2016

Vorslátrun sauðfjár hjá Norðlenska mun fara fram 5.apríl. Verðskrá fyrir vorslátrun hefur verið ákveðin 90% af grunnverði haustsins 2015. Ekki verður greitt fyrir ógelta hrúta og allir skrokkar undir 10 kg fara sjálfkrafa í heimtöku. Þeir sem hafa áhuga á að láta slátra, setji sig í samband við Sigmund á Húsavík í síma 840-8888, Magnhildi á Höfn í síma 840-8870 eða Svölu í síma 460-8855.
Lesa meira
Kjöt frá Norðlenska í FISK kompaníi

Kjöt frá Norðlenska í FISK kompaníi

Eigendur FISK kompanís í Naustahverfi hafa opnað kjötborð í versluninni, þar sem í boði verður kjöt frá Norðlenska. Jóna Jónsdóttir starfsmannastjóri og fleiri frá Norðlenska kíktu í heimsókn og færðu eigendum FISK kompanís blómvönd frá starfsfólki okkar í tilefni dagsins.
Lesa meira
Öskudagur hjá Norðlenska

Öskudagur hjá Norðlenska

Það ríkir alltaf mikil gleði og eftirvænting hjá Norðlenska á Öskudaginn. Löng hefð hefur skapast fyrir því að kynjaverur margskonar kíki í heimsókn og gæði sér á Goða pylsum eftir að hafa sungið um allan bæ. Engin breyting varð á þetta árið og mætti fjöldinn allur af krökkum í fjölbreytilegum og skemmtilegum búningum bæði á Akureyri og á Húsavík. Fullorðna fólkið lét sig heldur ekki vanta og fóru allir saddir og glaðir heim eftir að hafa sungið nokkur lög.
Lesa meira

Vorslátrun

Vorslátrun sauðfjár hjá Norðlenska mun fara fram 5. Apríl n.k. Þeir sem hafa áhuga á að láta slátra, setji sig í samband við Sigmund á Húsavík í síma 840-8888, Magnhildi á Höfn í síma 840-8870 eða Svölu í síma 460-8855.
Lesa meira
Fjórir nemar í kjötiðn þreyttu sveinspróf á Akureyri

Fjórir nemar í kjötiðn þreyttu sveinspróf á Akureyri

Guðmundur Þráinn Kristjánsson, Jónas Þórólfsson, Sigþór Sigurðsson og Rebekka Rún Helgadóttir luku öll sveinsprófi í kjötiðn með sóma á dögunum í kjötvinnslu Norðlenska á Akureyri.
Lesa meira

Aðstoðarverkstjórar í vinnslu og ferskkjötsvinnslu á Akureyri

Norðlenska óskar eftir að ráða tvo aðstoðarverkstjóra, annan í vinnslu og hinn í ferskkjötsvinnslu.
Lesa meira
Mjög vel heppnuð matarmenningarhátíð

Mjög vel heppnuð matarmenningarhátíð

Norðlenska tók þátt í Local Food Festival, norðlensku matarmenningarhátíðinni, en hápunktur hennar var sýning í íþróttahöllinni á Akureyri á laugardaginn. „Við leggjum mikinn metnað í þátttöku okkar á sýningunni. Bæði gafst gestum sýningarinnar möguleiki á að bragða á okkar góðu framleiðsluvörum og gátu einnig gert afar góð kaup á vörum okkar,“ segir Ingvar Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska.
Lesa meira

Nýr framkvæmdastjóri Norðlenska

Ágúst Torfi Hauksson, verkfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Norðlenska. Hann mun taka við starfinu af Sigmundi E. Ófeigssyni sem lætur nú af störfum eftir 14 ára starf.
Lesa meira

Verðskrá vegna sauðfjárslátrunar

Norðlenska hefur birt verðskrá vegna sauðfjárslátrunar haustið 2015. Um er að ræða samsvarandi verðskrá og á síðastliðnu ári en álagsgreiðslur í fyrstu viku sláturtíðar hafa hækkað úr 12 í 13%
Lesa meira

Sigmundur Ófeigsson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Norðlenska

Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska mun láta af störfum innan tíðar samkvæmt gagnkvæmu samkomulagi. Stjórn félagsins mun auglýsa eftir nýjum framkvæmdastjóra um mánaðarmótin og er undirbúningur þegar hafinn. Sigmundur mun gegna starfinu þar til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn.
Lesa meira
Gæfuríkt grillsumar framundan!

Gæfuríkt grillsumar framundan!

Sumarið er tíminn, segir í vinsælu lagi. Sumarið er grilltíminn, segir sumir og það á sannarlega við hér á landi! „Við horfum með eftirvæntingu til sumarsins og spáum því að framundan sé mjög gæfuríkt grillsumar,” segir Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska.
Lesa meira

Ný verðskrá fyrir nautakjöt

Unnið er að nýrri verðskrá fyrir nautakjöt. Hún verður birt næstkomandi mánudag en tekur gildi frá og með 20. apríl.
Lesa meira
Norðlenska semur við Fosshótel

Norðlenska semur við Fosshótel

Í vikunni skrifaði Jóna Jónsdóttir, starfsmannastjóri, undir tveggja ára samning við Fosshótel um leigu á húsnæði fyrir starfsfólk Norðlenska sem kemur til vinnu í sauðfjársláturtíð á Húsavík.
Lesa meira

Aðalfundur Búsældar og bændafundir

Aðalfundur Búsældar ehf verður haldinn í Egilsstaðahúsinu á Egilsstöðum miðvikudaginn 15.apríl, og hefst kl 13:30. Súpa verður í boði Norðlenska kl. 12.30. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins, og önnur mál. Fundurinn er jafnframt upplýsingafundur um rekstur og málefni Norðlenska matborðsins ehf. Þá eru framundan fundir Búsældar og Norðlenska með bændum.
Lesa meira

Aðalfundur Norðlenska 2015

Norðlenska var gert upp með 48,1 milljón króna tapi árið 2014 á móti 138,4 milljóna króna hagnaði árið 2013. Markaðsaðstæður voru erfiðar á síðastliðnu ári og samkeppni mikil í öllum kjötgreinum. Það er mat stjórnenda Norðlenska að mikilvægt sé að hagræða í innlendri framleiðslu og vinna áfram að öflugri vöruþróun og nýsköpun í greininni.
Lesa meira

Vorslátrun 24. mars

Vorslátrun sauðfjár hjá Norðlenska mun fara fram 24. mars. Þeir sem hafa áhuga á að láta slátra, setji sig í samband við Sigmund á Húsavík í síma 840-8888, Magnhildi á Höfn í síma 840-8870 eða Svölu í síma 460-8855.
Lesa meira
Litríkt á öskudegi sem fyrr

Litríkt á öskudegi sem fyrr

Margir litríkir gestir komu við hjá Norðlenska á Akureyri í morgun, tóku lagið fyrir starfsmenn og þáðu að launum gómsætar Goða pylsur með tilheyrandi meðlæti, og drykk. Búningar voru skrautlegir og skemmtilegir sem fyrr og margir greinilega búnir að æfa ýmis lög af alúð.
Lesa meira
Jóhann Helgason ráðinn innkaupastjóri Norðlenska

Jóhann Helgason ráðinn innkaupastjóri Norðlenska

Jóhann Helgason hefur verið ráðinn innkaupastjóri Norðlenska. Jóhann er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann hefur verið við ýmis störf hjá Vísi hf. í Grindavík frá árinu 2011, nú síðast í framleiðslustjórnun og sölu
Lesa meira

Laust starf: Innkaupstjóri Norðlenska

Norðlenska óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling í starf innkaupastjóra. Viðkomandi mun heyra undir framleiðslustjóra.
Lesa meira
Jólakjötið frá Norðlenska fékk frábærar viðtökur

Jólakjötið frá Norðlenska fékk frábærar viðtökur

„Þessi desember mánuður hefur verið afar farsæll fyrir Norðlenska, allar okkar áætlanir hafa gengið upp og vel það,” segir Ingvar Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska. „Viðtökur viðskiptavina okkar við helstu vörumerkjunum, KEA hamborgarhrygg, KEA hangilæri og Húsavíkur hangilæri, hafa verið ótrúlegar og auðvitað skemmir ekki fyrir að fá viðurkenningar eins og í bragðkönnun DV um daginn. Þær niðurstöður undirstrika það góða starf sem fagmenn okkar vinna,” segir Ingvar.
Lesa meira
„KEA er kóngurinn í jólakjötinu”

„KEA er kóngurinn í jólakjötinu”

KEA hangikjötið frá Norðlenska er það besta í ár að mati dómnefndar í árlegri bragðkönnun DV þar sem teknar voru út þrettán tegundir af kjöti. „Óhætt er að segja að KEA sé kóngurinn í jólakjötinu í ár því svínahamborgarhryggur KEA varð hlutskarpastur í bragðprófuninni sem birtist í þriðjudagsblaði DV,” segir í blaðinu í dag.
Lesa meira
Enn þykir KEA hamborgarhryggurinn lang bestur

Enn þykir KEA hamborgarhryggurinn lang bestur

KEA hamborgarhryggurinn er sá lang besti á markaðnum að mati matgæðinga DV. Blaðið birtir árlega umfjöllun í dag. KEA hryggurinn frá Norðlenska sigraði með yfirburðum að þessu sinni og hefur nú fjórum sinnum verið valinn sá besti, á þeim átta árum sem DV hefur staðið fyrir könnuninni.
Lesa meira
Á Norðlenska geðveikasta jólalagið?

Á Norðlenska geðveikasta jólalagið?

Átta fyrirtæki taka þessa dagana þátt í keppni um geðveikasta jólalagið 2014 og safna um leið áheitum fyrir góð málefni - í Lautina á Akureyri og Setrið á Húsavík. Ástæða er til að hvetja alla til heita á lagið sem starfsmenn Norðlenska tóku upp og flytja af mikilli snilld. Tekið er við áheitum til hádegis 15. desember. Lag Norðlenska má sjá hér á síðunni.
Lesa meira
Norðlenska með í verkefninu Geðveik jól

Norðlenska með í verkefninu Geðveik jól

Norðlenska tekur þátt í verkefninu Geðveik Jól ásamt átta öðrum „geðveikum” fyrirtækjum. Verkefnið, Geiðveik jól, á að minna á mikilvægi geðheilsu á vinnustöðum og er tónlist notuð til að skapa jákvæða stemmingu og í leiðinni styrkja fyrirtækin gott málefni.
Lesa meira
Þakkir til allra sem hafa lagt hönd á plóg

Þakkir til allra sem hafa lagt hönd á plóg

Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík, lætur hér hugann reika að lokinni sláturtíð. „Að sjálfsögðu ber hæst þakklæti til allra sem að hafa lagt hönd á plóg, því án alls þess öfluga fólks sem að þessu kemur væri þetta ekki mögulegt. Að þessu sinni var slátrað 80.718 kindum,” segir Sigmundur í pistli sem hann sendi heimasíðunni.
Lesa meira
Fréttabréf ágúst 2014

Fréttabréf ágúst 2014

Lesa meira

Verðskrá dilkakjöts fyrir haustslátrun 2014

Norðlenska birtir í dag verðskrá fyrirtækisins fyrir dilkakjöt í komandi haustslátrun. Helstu breytingar frá verðskrá haustsins 2013 eru þær að meðalverð fyrir lambakjöt hækkar um 3% og verðskrá fyrir fullorðið fé er sú sama og áður. Álagsgreiðslur eftir tímabilum eru þær sömu og í fyrra, en þó með þeirri undantekningu að greitt er 12% álag í viku 36
Lesa meira

Verðhlutfall á lambakjöti

Norðlenska birtir hér verðhlutfall á lambakjöti fyrir komandi sláturtíð, 2014.
Lesa meira
Stórkostlegt að skoða sig um á Íslandi

Stórkostlegt að skoða sig um á Íslandi

Emilia Mudz kom frá Póllandi til að vinna hjá Norðlenska í sumar, eins og á síðasta ári. Því réði þó engin tilviljun heldur eru foreldrar hennar, Wojciech og Alicja, báðir búsettir á Akureyri og vinna hjá fyrirtækinu.
Lesa meira
Húsasmíði, taekwondo og Nýja-Sjáland

Húsasmíði, taekwondo og Nýja-Sjáland

Ægir Jónas Jensson, sem fagnaði 17 ára afmælinu á dögunum, er sumarstarfsmaður hjá Norðlenska annað árið í röð. „Ég er í vinnslusalnum í almennum kjötiðnaði og líkar ágætlega. Þetta er fín vinna,″ segir Ægir Jónas. „Það eru nokkrir jafnaldrar mínir hérna og svo kynnist maður bara hinum sumarstarfsmönnum og öðrum starfsmönnum,″ segir hann.
Lesa meira
Sumargrill fjölskyldunnar á Húsavík

Sumargrill fjölskyldunnar á Húsavík

Norðlenska á Húsavík hélt sitt hefðbundna sumargrill fjölskyldunnar fyrir nokkrum dögum í blíðskaparveðri. Alltaf er jafn ánægjulegt hve vel er mætt og nú nutu um 150 manns mikillar grillveislu og allir fengu að sjálfsögðu ís á eftir. Einnig voru hoppukastalar og rennibraut fyrir börnin, sem svo sannanlega kunnu að meta allt sem í boði var, að sögn Sigmundar Hreiðarssonar vinnslustjóra á Húsavík.
Lesa meira
Norðlenska hlýtur gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC

Norðlenska hlýtur gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC

Norðlenska hlaut nýverið gullmerki Jafnlaunaúttektar fyrirtækisins PricewaterhouseCoopers. „Þetta eru gleðileg tíðindi og staðfestir að hjá Norðlenska er jafnrétti kynjanna haft að leiðarljósi við launaákvarðanir. Niðurstaðan hvetur okkur til að vinna áfram með sama hætti,” segir Jóna Jónsdóttir, starfsmannastjóri Norðlenska.
Lesa meira
Norðlenska kaupir húseignir Vísis á Húsavík

Norðlenska kaupir húseignir Vísis á Húsavík

Norðlenska hefur keypt húseignir útgerðarfélagsins Vísis við Hafnarstétt 25-31 og Hafnarstétt 33 á Húsavík, alls um 5 þúsund fermetra.
Lesa meira

Norðlenska greiðir arð og uppbót vegna ársins 2013

Stjórn Norðlenska hefur ákveðið að greiða innleggjendum og eigendum arð og uppbótargreiðslu vegna ársins 2013. Eigendafélag Norðlenska, Búsæld, fær greiddar 15 milljónir króna í arðgreiðslu. Einnig verður greidd uppbótargreiðsla til innleggjenda Norðlenska vegna innleggs á dilkum, nautgripum og svínum á síðastliðnu ári. 21 milljón greiðist hlutfallslega á allt innlegg en gengið verður frá greiðslunni þann 5.Júní næstkomandi. Norðlenska greiðir því samtals 36 milljónir í arð og uppbót til eigenda sinna eða um 26% af hagnaði ársins 2013.
Lesa meira
Ný verðskrá fyrir nautakjöt

Ný verðskrá fyrir nautakjöt

Norðlenska hefur ákveðið að breyta verði fyrir nautakjöt. Ný verðskrá verður birt síðar í vikunni, en mun gilda frá og með deginum í dag.
Lesa meira
Pólskt hlaðborð á Húsavík

Pólskt hlaðborð á Húsavík

Síðastliðinn föstudag, þann 11.04., var boðið upp á pólskt hlaðborð að loknum vinnudegi á Húsavík. Það voru þau Paulina, Lilla, Lukasz og Pawel sem báru hitann og þungann af undirbúningnum, en þau starfað hjá Norðlenska í 6-8 ár.
Lesa meira

Stefán Einar hlaut lambaorðuna

Stefán Einar Jónsson hlaut lambaorðuna í Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna sem fram fór á dögunum.
Lesa meira
Aðalfundur Búsældar og fleiri fundir

Aðalfundur Búsældar og fleiri fundir

Aðalfundur Búsældar ehf verður haldinn í Ýdölum í Suður-Þingeyjarsýslu, þriðjudaginn 15. apríl, og hefst kl 13.00. Búsæld og Norðlenska boða einnig til funda. Á fundunum verður farið yfir rekstur og málefni Norðlenska og Búsældar. Hittumst og ræðum málin. Boðið verður upp á hressingu á fundunum.
Lesa meira
Norðlenska styður við Húsavíkurmótið í handbolta

Norðlenska styður við Húsavíkurmótið í handbolta

Norðlenska og Völsungur hafa framlengt samstarfssamning um Húsavíkurmótið í handknattleik. Samningurinn er til 2 ára og er framhald af samstarfi sem staðið hefur yfir í hartnær 20 ár.
Lesa meira
Goðamót næstu 3 árin

Goðamót næstu 3 árin

Norðlenska og knattspyrnudeild Þórs hafa gert nýjan 3 ára samstarfssamning um Goðamót Þórs.
Lesa meira
Jónas kjötiðnaðarnemi ársins

Jónas kjötiðnaðarnemi ársins

Jónas Þórólfsson hjá Norðlenska var valinn kjötiðnaðarnemi ársins í nemakeppni Félags íslenskra kjötiðnaðarmanna á dögunum. Þá hlaut hann viðurkenningu fyrir bestu nýjungina.
Lesa meira
Stöðugur straumur á öskudaginn

Stöðugur straumur á öskudaginn

Stöðugur straumur krakka var í starfsstöðvar Norðlenska á öskudaginn, sungu og fengu Goðapylsu og safa að launum eins og undanfarin ár. Mörg hundruð krakkar komu í heimsókn, um 300 komu t.d. við hjá Norðlenska á Húsavík þar sem myndin var tekin.
Lesa meira
138,4 milljóna kr. hagnaður hjá Norðlenska 2013

138,4 milljóna kr. hagnaður hjá Norðlenska 2013

Rekstur Norðlenska matborðsins ehf. gekk ágætlega síðastliðið ár og var ársvelta félagsins tæpir 5,2 milljarðar króna. Það er veltuaukning um rúm 9,8% á milli ára. Hagnaður ársins var 138,4 milljónir króna og er eigið fé Norðlenska nú 631,9 milljónir króna og eiginfjárhlutfallið 19,2%. Á aðalfundi félagsins 28. febrúar síðastliðinn var samþykkt að greiða eigandanum, Búsæld ehf., félagi 525 bænda, arð að upphæð 15 milljónum króna.
Lesa meira

Vorslátrun 8. apríl

Vorslátrun sauðfjár hjá Norðlenska mun fara fram 8. apríl. Þeir sem hafa áhuga á að slátra, setji sig í samband við Sigmund á Húsavík í síma 840-8888, Magnhildi á Höfn í síma 840-8870 eða Svölu í síma 460-8855.
Lesa meira

Magnhildur vinnslustjóri á Höfn

Magnhildur Pétursdóttir hefur tekið við af Einari Karlssyni sem vinnslustjóri Norðlenska á Höfn, en Einar lætur af störfum vegna aldurs síðar á þessu ári. Magnhildur hefur starfað hjá Norðlenska á Höfn frá árinu 2005 og er hún hér með boðin velkomin til nýrra verkefna. Einari er þakkað kærlega fyrir óeigingjarnt starf sem vinnslustjóri í þágu fyrirtækisins og óskað velfarnaðar.
Lesa meira

Verðskrá breytist

Norðlenska hefur ákveðið að breyti verði fyrir nautakjöt. Ný verðskrá gildir frá og með 17. febrúar síðastliðnum og verður birt á föstudaginn.
Lesa meira
Bóndadagur nálgast

Bóndadagur nálgast

Mikið er að vera hjá Norðlenska þessa dagana enda bóndadagur næstkomandi föstudag, dagurinn sem markar upphaf þorramánaðar samkvæmt hinu forna tímatali okkar. Að sögn Ingvar Gíslasonar markaðsstjóra Norðlenska er þessi tími alltaf ákaflega skemmtilegur og spennandi. „Þetta eru lokin á löngu framleiðsluferli þar sem við fáum viðbrögð frá neytendum um hvernig til tókst.”
Lesa meira
Súrsaðir lambatittlingar á Þorranum

Súrsaðir lambatittlingar á Þorranum

Þorrinn hefst síðari hluti janúar og starfsmenn Norðlenska hafa staðið í ströngu við undirbúning upp á síðkastið. Langt er síðan byrjað var að leggja í súr og undirbúa kræsingar að öðru leyti og nú er allt að verða klárt. Íhaldssemi er að sjálfsögðu töluverð þegar þorramaturinn er annars vegar en að þessu sinni býður Norðlenska þó upp á skemmtilega nýjung, súrsaða lambatittlinga.
Lesa meira
KEA hangikjötið rifið út í Noregi

KEA hangikjötið rifið út í Noregi

Verslunarmaðurinn Jóhann Baldursson í Hellavika í Noregi flutti inn fimmtíu íslensk hangikjötslæri fyrir þessi jólin - að sjálfsögðu KEA hangikjöt frá Norðlenska. Kjötið er vinsælt í versluninni og seldist upp. Þrjú síðustu stykkin tók hann sjálfur í jólamatinn.
Lesa meira
Matgæðingar DV: Enn er besti hamborgarhryggurinn frá Norðlenska

Matgæðingar DV: Enn er besti hamborgarhryggurinn frá Norðlenska

Hamborgarhryggur frá Norðlenska kemur best út úr bragðkönnun matgæðinga DV enn eitt árið. Greint er frá því í blaðinu í dag og reyndar eru þrír af bestu fjórum frá Norðlenska. Bestur þótti Nóatúns-hamborgarhryggurinn, KEA-hryggur er í öðru sæti og hamborgarhryggur sem Norðlenska framleiðir fyrir Krónuna lenti í fjórða sæti.
Lesa meira
Meðalvigt dilka á Húsavík aldrei verið hærri

Meðalvigt dilka á Húsavík aldrei verið hærri

Um 79.000 fjár var slátrað á Húsavík í haust og tæplega 35.100 á Höfn. Fleira fé hefur ekki verið slátrað á Húsavík síðan 2007 og meðalvigt dilka hefur aldrei verið hærri þar á bæ.
Lesa meira
Samið við Þrif og ræstivörur

Samið við Þrif og ræstivörur

Samið hefur verið til tveggja ára við fyrirtækið Þrif og ræstivörur, um þrif á vinnslustöð Norðlenska á Akureyri, svo og skrifstofuhúsnæði, bæði á Akureyri og í Reykjavík. „Svona þjónusta skiptir okkur öllu máli. Það, að þrif séu í góðu lagi, er grundvöllur gæða,” segir Bára Eyfjörð Heimisdóttir, gæðastjóri Norðlenska.
Lesa meira
Sláturgerð í Borgarhólsskóla

Sláturgerð í Borgarhólsskóla

Nemendur Borgarhólsskóla á Húsavík kynntu sér starfsemi Norðlenska þar í bæ nýverið. Í kjölfarið tóku krakkarnir slátur í skólanum og báru sig býsna fagmannlega að.
Lesa meira
Norðlenska með glæsilegan bás í Höllinni

Norðlenska með glæsilegan bás í Höllinni

Norðlenska er með glæsilegan bás á sýningunni MATUR-INN 2013 sem hófst í Íþróttahöllinni á Akureyri í gær og lýkur kl. 18 í kvöld. Sýnendur eru alls um 30, allt frá smáframleiðendum til stórra fyrirtækja og margt girnilegt í boði. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Norðlenska bleikt í október

Norðlenska bleikt í október

Hús Norðlenska á Akureyri hefur verið lýst upp með bleikum ljósum síðustu daga eins og fleiri hús í bænum. Krabbameinsfélag Íslands og svæðisfélög þess hafa síðustu ár notað októbermánuð til að vekja athygli á þeirra baráttu, og Norðlenska styður vitaskuld það framtak.
Lesa meira
Sauðféð vel haldið í Grímsey!

Sauðféð vel haldið í Grímsey!

„Við vissum að það væri gott fyrir mannfólkið að búa í Grímsey og miðað við það sauðfé sem við fengum hér til lógunar í dag, þá er ljóst að það hefur ekki liðið neinn skort,” sagði Sigmundur Hreiðarsson vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík núna seinni partinn. Meðalþungi dilka úr Grímsey var 22,49 kg og sá þyngsti var 28,0 kg.
Lesa meira
Stærsta naut sem Norðlenska hefur slátrað - 553,1 kg

Stærsta naut sem Norðlenska hefur slátrað - 553,1 kg

Þyngdarmet var slegið hjá Norðlenska á dögunum þegar holdanaut frá Breiðabóli á Svalbarðsströnd kom til slátrunar á Akureyri. Reyndist dýrið 553,1 kg. Þyngsti grípur sem slátrað hafði verið fram að þessu hjá fyrirtækinu var 526 kg boli frá Hleiðargarði í Eyjafjarðarsveit á síðasta ári.
Lesa meira
Sauðfjárslátrun hafin á Húsavík

Sauðfjárslátrun hafin á Húsavík

Sauðfjárslátrun hófst hjá Norðlenska á Húsavík á miðvikudag þegar um 1000 dilkum var slátrað. Reikna má með því að um miðja næstu viku verði sláturhúsið á Húsavík komið í full afköst en þá verður slátrað um 2000-2200 dilkum á hverjum degi. Nýtt lambakjöt og innmatur er nú þegar fáanlegt í Nóatún og Krónunni.
Lesa meira
Nýtt mötuneyti tekið í notkun

Nýtt mötuneyti tekið í notkun

Nýtt mötuneyti var tekið í notkun hjá Norðlenska Akureyri í dag. Framkvæmdir hafa staðið yfir við byggingu mötuneytisins frá því skóflustunga var tekin í lok apríl. Nýja mötuneytið getur tekið alla starfsmenn Norðlenska á Akureyri í sæti. Starfsmönnum var boðið uppá léttar veitingar í lok vinnudags í dag. Þar sagði Sigmundur Ófeigsson framkvæmdarstjóri Norðlenska "að starfsmannamál skiptu fyrirtækið miklu máli og því væri gleðilegt að loksins væri komin sómasamleg aðstaða fyrir starfsfólkið en endurbætur aðstöðunnar hafa verið á dagskrá í fjölda mörg ár".
Lesa meira
Verðskrá dilkakjöts fyrir haustslátrun 2013

Verðskrá dilkakjöts fyrir haustslátrun 2013

Norðlenska birtir í dag verðskrá fyrirtækisins fyrir dilkakjöt í komandi haustslátrun. Helstu breytingar frá verðskrá haustsins 2012 eru þær að meðalverð fyrir lambakjöt hækkar um 10% og verðskrá fyrir fullorðið fé lækkar um 30%. Álagsgreiðslur eftir tímabilum eru óbreyttar milli ára.
Lesa meira
1,2 metra Goðapylsa á bæjarhátíðinni kótilettan á Selfossi

1,2 metra Goðapylsa á bæjarhátíðinni kótilettan á Selfossi

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, bragðaði á stærstu Goðapylsu sem framleidd hefur verið í landinu ásamt Eyþóri Arnalds, formanni bæjarráðs Árborgar. Pylsuna brögðuðu þeir á bæjarhátíðinni Kótelettunni á Selfossi á föstudag. Pylsan var 1,20 metrar á lengd.
Lesa meira
Laus störf í sláturtíð / jobs available for the slaughter season

Laus störf í sláturtíð / jobs available for the slaughter season

Norðlenska leitar að duglegum og jákvæðum starfsmönnum í ýmis störf sem tengjast sauðfjárslátrun haustið 2013. English version below.
Lesa meira
Haldið upp á merk tímamót

Haldið upp á merk tímamót

Tíu ár voru á mánudaginn frá því vinnslulína frá Marel var tekin í notkun í sláturhúsi Norðlenska á Akureyri. Skömmu áður hafði samskonar lína verið sett upp í sláturhúsinu á Húsavík, og í tilefni þessara tímamóta sendi Marel starfsfólki Norðlenska á báðum stöðum nokkrar glæsilegar tertur sem gerð voru góð skil á mánudaginn.
Lesa meira
Fengu viðurkenningu frá Norðlenska

Fengu viðurkenningu frá Norðlenska

Tveir nemar luku sveinsprófi hjá Norðlenska í vor eins og áður hefur komið fram. Þetta eru Höskuldur F. Hermannsson og Arnleif S. Höskuldsdóttir og þar að auki var Rúnar Ingi Guðjónsson að útskrifast með meistararéttindi. Hann hefur starfað hjá Norðlenska síðan í október 2004 og útskrifaðist sem sveinn hjá fyrirtækinu vorið 2008. Þremenningarnar fengu viðurkenningu frá Norðlenska í vikunni.
Lesa meira
Tveir nemar tóku sveinspróf

Tveir nemar tóku sveinspróf

Tveir nemar í kjötiðn hjá Norðlenska tóku sveinspróf í síðustu viku og stóðu sig með stakri prýði. Þetta eru þau Arnleif Höskuldsdóttir og Höskuldur Hermannsson.
Lesa meira

Búið að ráða í öll sumarstörf

Alls bárust um 120 umsóknir um sumarstörf hjá Norðlenska. Ráðið var í 35 störf. Búið er að svara öllum umsækjendum.
Lesa meira
Gangnagerð í Skíðadal

Gangnagerð í Skíðadal

Gífurlegt fannfergi er víða á Norðurlandi og hefur verið allar götur síðan í október. Hvorki var að sjá í Skíðadal í Eyjafirði né í Fljótum í gær að komið væri fram í maí og sömu sögu er að segja úr sveitunum austan Akureyrar; allt á kafi í snjó og ekki hægt að setja lömb út úr húsi. Svona var upphaf umfjöllunar í Morgunblaðinu í dag um ástandið hjá norðlenskum bændum.
Lesa meira
Góðir vinir kvaddir

Góðir vinir kvaddir

Í dag, þriðjudaginn 30. apríl, hætta þrír starfsmenn sem hafa verið lengi við störf hjá Norðlenska. Steinunn Harðardóttir á Húsavík hefur til dæmis unnið hjá fyrirtækinu í tæp 32 ár. Steinunn er á meðfylgjandi mynd ásamt Sigmundi Hreiðarssyni vinnslustjóra á Húsavík, þegar hún var kvödd með virktum í morgun. Í dag láta einnig af störfum Rögnvaldur Óli Pálmason sem hefur verið hjá fyrirtækinu í rúm 22 ár og Malee Vita sem starfað hefur hjá Norðlenska í 12 ár og var áður hjá Bautabúrinu. Norðlenska þakkar öllum þremur kærlega fyrir samvinnuna og óska þeim velfarnaðar í því sem þau taka sér fyrir hendur.
Lesa meira
Starfsmannaaðstaða bætt verulega

Starfsmannaaðstaða bætt verulega

Langþráður draumur starfsmanna Norðlenska verður senn að veruleika, þegar mötuneyti fyrirtækisins á Akureyri verður stækkað töluvert sem og önnur starfsmannaaðstaða. Fyrsta skóflustunga að viðbyggingu var tekin á föstudaginn og mundaði Grettir Frímannsson kjötiðnaðarmeistari skófluna. Grettir er með lengstan starfsaldur þeirra sem nú vinna hjá Norðlenska, tæp 40 ár, og hefur því beðið lengst eftir stækkun mötuneytisins af þeim sem nú starfa hjá fyrirtækinu! Reiknað er með að húsnæðið verði tilbúið til notkunar eftir liðlega tvo mánuði.
Lesa meira

Búsæld og Norðlenska boða til funda

Búsæld og Norðlenska boða til funda þar sem farið verður yfir rekstur og málefni Norðlenska og Búsældar. Fyrsti fundurinn að Álfheimum - Borgarfirði Eystri er jafnframt aðalfundur Búsældar.
Lesa meira

Verð fyrir nautakjöt hækkar

Norðlenska hefur ákveðið að hækka verð til bænda fyrir nautakjöt frá og með deginum í gær, 8. apríl. Verðskrá verður birt síðar í vikunni.
Lesa meira

Stefán nýr formaður starfsmannafélagsins

Stefán E. Jónsson á Akureyri er nýr formaður starfsmannafélags Norðlenska. Aðalfundur félagsins var haldinn á fimmtudaginn í síðustu viku. Nýju stjórnina skipa, auk Stefáns formanns, Grétar Þórsson, Reykjavík, Trausti Jón Gunnarsson, Húsavík, Linda B. Þorsteinsdóttir, Akureyri og Magnús Jóhannsson, Akureyri
Lesa meira

Aðalfundur Búsældar

Aðalfundur Búsældar ehf. verður haldinn þriðjudaginn 9. apríl í Álfheimum, Borgarfirði eystri, og hefst kl. 13:30. Dagskráin verður sem hér segir: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Fundurinn er jafnframt upplýsingafundur um rekstur og málefni Norðlenska matborðsins ehf. Stjórn Búsældar
Lesa meira

Kostnaður við förgun eykst

Kostnaður Norðlenska við förgun úrgangs eykst verulega þegar sorpbrennslu verður hætt á Húsavík í lok mánaðarins. Fjallað var um málið í sjónvarpsfréttum RÚV og rætt við Reyni Eiríksson framleiðslustjóra Norðlenska. Reynir segir að á haustsláturtíð þurfi Norðlenska á Húsavík að urða 70-80 tonn. Í stað þess að sá úrgangur sé brenndur í heimabyggð verður að aka honum alla leið á Suðurnes, rúmlega 500 km leið frá Húsavík.
Lesa meira

Vorslátrun 20. og 21. mars

Vorslátrun Norðlenska verður á Norðurlandi miðvikudaginn 20. mars og á Höfn fimmtudaginn 21. mars. Athygli er vakin á því að samkvæmt reglugerð frá hausti 2010, verða hrútlömb að vera gelt í síðasta lagi 2 mánuðum fyrir slátrun til að teljast til lamba. Þeir sem hafa hug á að koma með fé til slátrunar eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Svölu í síma 460-8855 eða Einar á Höfn í síma 840-8870.
Lesa meira

Ekkert hrossakjöt í kjötvöru frá IKEA á Íslandi

Ekkert hrossakjöt fannst í þeim kjötvörum sem IKEA í samstarfi við Norðlenska lét senda í DNA greiningu hjá MATÍS. Alls lét IKEA senda 12 vörur í greiningu en Norðlenska er framleiðandi 11 þeirra. Skemmst er frá því að segja að prófin staðfestu að innihald varanna er samkvæmt vörulýsingum. Norðlenska og IKEA hafa mörg undanfarin ár átt í farsælu viðskiptasambandi sem byggir meðal annars á öflugu gæðaeftirliti. Kjötvinnsla Norðlenska á Húsavík er með leyfi frá IKEA í Svíþjóð til að framleiða sænskar kjötbollur fyrir IKEA á Íslandi.
Lesa meira
Norðlenska greiðir 2,8% uppbót á allt innlegg 2012

Norðlenska greiðir 2,8% uppbót á allt innlegg 2012

Stjórn Norðlenska hefur ákveðið að greiða bændum 2,8% uppbót á allt innlegg ársins 2012. Uppbótin verður greidd út 8. mars næstkomandi. Þetta á við um allar búgreinar þannig að allir bændur sem leggja inn hjá Norðlenska fá greitt.
Lesa meira
Næst besta ár í rekstri Norðlenska

Næst besta ár í rekstri Norðlenska

Rekstur Norðlenska gekk vel í fyrra og 2012 er raunar næst besta rekstrarár félagsins frá upphafi. Ársvelta félagsins var tæpir 4,7 milljarðar króna og jókst um rúm 3,1% á milli ára. Hagnaður  ársins var 188,5 milljón króna og eigið fé Norðlenska er 508,4 milljónir króna. Á aðalfundi félagsins í dag var samþykkt að greiða eigandanum, Búsæld ehf., félagi 525 bænda, arð að upphæð 15 milljónum króna.
Lesa meira
430 ára afmæli á Húsavík!

430 ára afmæli á Húsavík!

Svo skemmtilega vill til að í ár eiga níu starfsmenn hjá Norðlenska á Húsavík merkisafmæli. Samtals verða umræddir starfsmenn 430 ára í ár, en að sjálfsögðu verður aldur hvers og eins ekki tíundaður hér!
Lesa meira
Lofaði að segja ekki frá hvernig er hinum megin!

Lofaði að segja ekki frá hvernig er hinum megin!

Sigurður Samúelsson segist tvisvar hafa farið „yfir“ í haust þegar hann lenti í hjartastoppi í vinnslusal Norðlenska á Húsavík. „Ég hef verið spurður að því hvernig hafi verið hinum megin en svarað því þannig, að ég tók loforð um að segja ekki neitt um það. Ég læt þar við sitja,“ segir Sigurður.
Lesa meira
Margir þáðu pylsu fyrir söng

Margir þáðu pylsu fyrir söng

Margir skrautlegir gestir komu við hjá Norðlenska á Akureyri í gærmorgun, tóku lagið fyrir starfsmenn og þáðu góðgæti að launum, gómsætar Goða pylsur með tilheyrandi meðlæti, og drykk. Búningar voru skrautlegir og skemmtilegir sem fyrr.
Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook