Fréttir

Samrunaviðræður Norðlenska og Kjarnafæðis á ís

Samrunaviðræður og vinna við undirbúning samruna Norðlenska annarsvegar og Kjarnafæðis og SAH afurða hinsvegar hefur verið sett á ís.  

Viðræður hafa staðið milli Norðlenska og Kjarnafæðis frá vormánuðum 2018 um mögulegan samruna félaganna.  Formlegt ferli í átt að samruna hófst svo í ágúst 2018.  Á þessum tíma hefur aðilum ekki tekist að komast að endanlegu samkomulagi um fyrirkomulag samruna félaganna, menn hafa einfaldlega ekki náð saman og ber enn talsvert í milli.  Viðræðurnar eru því komnar á ís og verður ekki séð að þeim verði fram haldið nema einhver nýr vinkill komi á málið.

Norðlenska hefur því hafið að nýju vinnu við undirbúning nýrrar starfstöðvar félagsins á Akureyri en sú vinna var lögð til hliðar meðan viðræður um sameingu stóðu yfir.

 


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook