Fréttir

Tveir nemar tóku sveinspróf

Arnleif Höskuldsdóttir og Höskuldur Hermannsson.
Arnleif Höskuldsdóttir og Höskuldur Hermannsson.

Tveir nemar í kjötiðn hjá Norðlenska tóku sveinspróf í síðustu viku og stóðu sig með stakri prýði. Þetta eru þau Arnleif Höskuldsdóttir og Höskuldur Hermannsson.

Prófið fór fram í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Sveinsprófið er þannig upp byggt að það tekur þrjá daga. Á mánudaginn voru þau í skriflegu prófi, á þriðjudaginn var verklegt próf í lögun og á miðvikudaginn fóru þau í verklegt próf í úrbeiningu - á nauti, lambi og svíni - og sögun á lambakjöti.

„Þau stóðu sig með stakri prýði og voru fyrirtækinu til sóma. Ég óska þeim til hamingju með þennan áfanga,” segir Eggert H. Sigmundsson, vinnslustjóri  Norðlenska á Akureyri.

Vert er að geta þess í leiðinni að Norðlenska getur tekið við fleirum á nemasamninga.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook