Vorslátrun 2016
11.03.2016 - Lestrar 519
Vorslátrun sauðfjár hjá Norðlenska mun fara fram 5.apríl.
Verðskrá fyrir vorslátrun hefur verið ákveðin 90% af grunnverði haustsins 2015. Ekki verður greitt fyrir ógelta hrúta og allir skrokkar undir 10 kg fara sjálfkrafa í heimtöku.
Þeir sem hafa áhuga á að láta slátra, setji sig í samband við Sigmund á Húsavík í síma 840-8888, Magnhildi á Höfn í síma 840-8870 eða Svölu í síma 460-8855.