Nýjustu fréttir

Slátrun á vegum Norðlenska á Höfn í Hornafirði

Að óbreyttu er ekki gert ráð fyrir að slátra sauðfé á vegum Norðlenska í sláturhúsi félagsins á Höfn í Hornafirði haustið 2016. Rekstur sláturhússins á Höfn hefur verið þungur og miðað við núverandi stöðu á kjötmarkaði eru stjórnendur og stjórn Norðlenska nauðbeygð til að leita allra leiða til að draga úr kostnaði við slátrun og framleiðslu.
Lesa meira

Vorslátrun 2016

Vorslátrun sauðfjár hjá Norðlenska mun fara fram 5.apríl. Verðskrá fyrir vorslátrun hefur verið ákveðin 90% af grunnverði haustsins 2015. Ekki verður greitt fyrir ógelta hrúta og allir skrokkar undir 10 kg fara sjálfkrafa í heimtöku. Þeir sem hafa áhuga á að láta slátra, setji sig í samband við Sigmund á Húsavík í síma 840-8888, Magnhildi á Höfn í síma 840-8870 eða Svölu í síma 460-8855.
Lesa meira

Kjöt frá Norðlenska í FISK kompaníi


Eigendur FISK kompanís í Naustahverfi hafa opnað kjötborð í versluninni, þar sem í boði verður kjöt frá Norðlenska. Jóna Jónsdóttir starfsmannastjóri og fleiri frá Norðlenska kíktu í heimsókn og færðu eigendum FISK kompanís blómvönd frá starfsfólki okkar í tilefni dagsins.
Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook