Það er stefna Norðlenska að starfsemi fyrirtækisins standist væntingar viðskiptavina og uppfylli opinberar kröfur sem til starfseminnar eru gerðar. Það er hlutverk stjórnenda fyrirtækisins að sjá til þess að allir starfsmenn þekki og skilji gæðastefnuna og hafi hana að leiðarljósi í starfi sínu. Þátttaka alls starfsfólks Norðlenska er mikilvægur þáttur við viðhald og stöðuga endurnýjun gæðakerfis, þannig að kerfið endurspegli ætíð þá starfshætti sem viðhafðir eru hverju sinni.
Kjarni gæðastefnu Norðlenska er Áreiðanleiki, Ferskleiki, Bragðgæði og Öryggi.
Áreiðanleiki: |
Norðlenska vill afhenda umsamin gæði á umsömdum stað og tíma |
Ferskleiki: |
Við viljum framleiða gæðavörur úr besta mögulega hráefninu með hámarks ferskleika |
Bragðgæði: | Vörur okkar eiga að vera bragðgóðar og falla að væntingum viðskiptavina okkar |
Öryggi: | Með því að framleiða vörur undir handleiðslu fagfólks eftir viðurkenndum gæðastöðlum tryggjum við örugga og heilnæma vöru á borð neytenda. |
Innra eftirlit hjá Norðlenska tryggir heilnæmi og hollustu þeirrar vöru sem framleidd er. Kerfi Innra eftirlits byggir á GÁMES og er mikilvægur þáttur í að ná þeim markmiðum sem fyrirtækið hefur sjálft sett sér í gæðamálum.
Norðlenska ehf er með starfsleyfi frá Matvælastofnun, MAST. Auðkennismerki Norðlenska eru A031 fyrir Norðlenska Húsavík, A029 fyrir Norðlenska Akureyri og A040 fyrir Norðlenska Höfn. Auðkennismerki má sjá á öllum framleiðsluvörum Norðlenska sem sporöskjulaga merki.
Nánari upplýsingar um gæðastaðla Norðlenska er hægt að fá hjá Gæðastjóra.