Fréttir

430 ára afmæli á Húsavík!

Afmælisbörnin á Húsavík.
Afmælisbörnin á Húsavík.

Svo skemmtilega vill til að í ár eiga níu starfsmenn hjá Norðlenska á Húsavík merkisafmæli. Samtals verða umræddir starfsmenn 430 ára í ár, en að sjálfsögðu verður aldur hvers og eins ekki tíundaður hér!

Að sögn Sigmundar Hreiðarssonar vinnslustjóra Norðlenska á Húsavík er hefð fyrir því að afmælisbörn þar á bæ komi með eitthvert góðgæti á afmælisdegi sínum handa vinnufélögunum, en í tilefni þessara merkilegu tímamóta sló hópurinn upp magnaðri veislu í hádeginu sl miðvikudag. Þar var sannarlega um að ræða ígildi alvöru fermingarveislu, eins og Sigmundur orðaði það! Kunni starfsfólk vel að meta kræsingarnar og þakkaði fyrir sig með kröftugu lófataki.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook