Fréttir

Á Norðlenska geðveikasta jólalagið?

Átta fyrirtæki taka þessa dagana þátt í keppni um geðveikasta jólalagið 2014 og safna um leið áheitum fyrir góð málefni - í Lautina á Akureyri og Setrið á Húsavík. Ástæða er til að hvetja alla til heita á lagið sem starfsmenn Norðlenska tóku upp og flytja af mikilli snilld. Tekið er við áheitum til hádegis 15. desember. Lag Norðlenska má sjá hér á síðunni.

Lagið sem starfsmenn flytja heitir Með þér, en upprunalegi titillinn er The Story. Bandaríska söngkonan Brandie Carlile samdi það og flutti á sínum tíma. Íslenska textann sömdu Helga Hermannsdóttir, Linda Björk Þorsteinsdóttir, Lena Sif Rögnvaldsdóttir og Róbert Ólafsson.

N4 gerði frábært myndband þar sem starfsfólk Norðlenska fer á kostum. Í aðalhlutverkum eru Ruth Ragnarsdóttir, Helga Hermannsdóttir, Linda Björk Þorsteinsdóttir og Davíð Helgi Davíðsson. Haukur Pálmason tók upp tónlistina og eru honum, N4,  starfsmönnum Norðlenska og öðrum sem lögðu hönd á plóg færðar alúðar þakkir.

Allar upplýsingar um málið má finna HÉR og líka horfa á lagið.

 


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook