Aðalfundir Norðlenska og Búsældar, nýjar stjórnir
Aðalfundir Norðlenska matborðsins ehf. og eigendafélagsins Búsældar ehf. voru haldnir 26. apríl síðastliðinn.
Á fundinum var kjörin ný stjórn fyrir Norðlenska og gengu þau Heiðrún Jónsdóttir, Geir Árdal og Aðalsteinn Jónsson úr stjórninni og í þeirra stað koma ný inn í stjórn þau Sigurgeir Hreinsson og Erla Björg Guðmundsdóttir auk Óskars Gunnarssonar sem verið hefur fyrsti varamaður í stjórn. Félagið þakkar fráfarandi stjórnarmönnum óeigingjarnt starf í þágu félagsins á liðnum árum og bíður nýja stjórnarmenn velkomna til starfa.
Eftir fundinn er stjórn Norðlenska svo skipuð:
Aðalstjórn
Sigurgeir Hreinsson (formaður)
Björgvin Jón Bjarnason
Gróa Jóhannsdóttir
Erla Björg Guðmundsdóttir
Óskar Gunnarsson
Varastjórn
Aðalsteinn Jónsson
Pétur Friðriksson
Þórarinn Ingi Pétursson
Á aðalfundi Búsældar var einnig kjörin ný stjórn. Aðalsteinn Jónsson hvarf úr stjórn en í hans stað kom nýr inn Guðmundur Óskarsson.
Aðalstjórn
Guðmundur Óskarsson (formaður)
Gróa Jóhannsdóttir
Geir Árdal
Óskar Gunnarsson
Þórarinn Ingi Pétursson
Varastjórn
Sigurbjörn Karlsson
Sigrún Harpa Eiðsdóttir
Björgvin Gunnarsson
Pétur Friðriksson