Bændafundir Kjarnafæðis Norðlenska hf. og Búsældar efh.
23.11.2023 - Lestrar 644
KN og Búsæld boða eftirfarandi bændafundi á Norðaustur og Austurlandi. Fundir á Norðurlandi vestra og Vesturlandi verða boðaðir síðar. Fundirnir eru til upplýsingar og umræðu um félögin og greinina í heild.
Hlíðarbær, Eyjafirði - Mánudagur 27. nóvember klukkan 13:00.
Ýdalir, Aðaldal – Mánudagur 27. nóvember klukkan 20:00.
Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum – Þriðjudagur 28. nóvember klukkan 12:00.
Hótel Staðaborg, Breiðdal – Þriðjudagur 28. Nóvember klukkan 20:00
Hótel Höfn, Höfn – miðvikudagur 29. nóvember klukkan 13:00