Fréttir

Bóndadagur nálgast

Mikið er að vera hjá Norðlenska þessa dagana enda bóndadagur næstkomandi föstudag, dagurinn sem markar upphaf þorramánaðar samkvæmt hinu forna tímatali okkar. Að sögn Ingvar Gíslasonar markaðsstjóra Norðlenska er þessi tími alltaf ákaflega skemmtilegur og spennandi. „Þetta eru  lokin á löngu framleiðsluferli þar sem við fáum viðbrögð frá neytendum um hvernig til tókst.” 

„Ég get fullvissað alla að súrmaturinn í ár er einstaklega góður og vel heppnaður. Okkar fagmenn hafa sem fyrr lagt mikla ást og alúð í framleiðsluna og það skilar sér til neytenda. Við verðum vör við að það er vinsælt að halda þorrablót, kannski ekki í sömu mynd og var þekkt hér áður fyrr, heldur eru mörg blótin orðin að stórum veislum og ekki síður í þéttbýli en dreifbýli.  Við erum ákaflega ánægð með það að Íslendingar virðast vilja halda í hefðirnar og eru duglegir að varðveita menningu okkar með þessum hætti. Súrmaturinn er líka hollur matur. Þó svo að hann sé ekki fyrir alla þá má alltaf finna eitthvað í þorratroginu sem maður borðar, hangikjöt, saltkjöt, harðfisk og fleira góðgæti,” segir Ingvar Gíslason.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook