Breytt greiðslufyrirkomulag stórgripa
20.07.2018 - Lestrar 872
Frá og með 1. ágúst næstkomandi breytist greiðslufyrirkomulag innlagðs nautakjöts, grísakjöts og hrossakjöts þannig að greitt er 5. dag næsta mánaðar eftir innleggsmánuð. Innlegg í ágúst er þannig greitt 5. september, september innlegg 5. október og svo koll af kolli.
Áður hefur greiðslufyrirkomulagi fyrir sauðfé verið breytt en frá því í sláturtíð 2017 hefur sauðfjárinnlegg verið greitt 9. dag næsta mánaðar eftir innleggsmánuð.