Eigendur Norðlenska og Kjarnafæðis hefja samrunaviðræður
Eigendur Norðlenska og Kjarnafæðis hafa komist að samkomulagi um að hefja viðræður um samruna félaganna. Kjarnafæði er í eigu bræðranna Eiðs og Hreins Gunnlaugssona.
Með samruna félaganna verður til öflugur aðili í íslenskri matvælaframleiðslu sem býr að mjög sterkum vörumerkjum Norðlenska og Kjarnafæðis. Það er mat eigenda félaganna að sameinað félag sé betur í stakk búið til að veita viðskiptavinum sínum og birgjum, ekki síst bændum, hágæða þjónustu á samkeppnishæfu verði.
Viðræður fyrirtækjanna eru með fyrirvara um áreiðanleikakönnun, samþykki Samkeppnisyfirvalda og samþykki hluthafafundar Búsældar, eiganda Norðlenska.
Íslandsbanki veitir samrunafélögunum ráðgjöf í samrunaferlinu.