Fréttir

Ekkert hrossakjöt í kjötvöru frá IKEA á Íslandi

Ekkert hrossakjöt fannst í þeim kjötvörum sem IKEA í samstarfi við Norðlenska lét senda í DNA greiningu hjá MATÍS.  Alls lét IKEA senda 12 vörur í greiningu en Norðlenska er framleiðandi  11 þeirra.  Skemmst er frá því að segja að prófin staðfestu að innihald varanna er samkvæmt vörulýsingum.  Norðlenska og IKEA hafa mörg undanfarin ár átt í farsælu viðskiptasambandi sem byggir meðal annars á öflugu gæðaeftirliti.  Kjötvinnsla Norðlenska á Húsavík er með leyfi frá IKEA í Svíþjóð til að framleiða sænskar kjötbollur fyrir IKEA á Íslandi.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook