Fréttir

Fengu viðurkenningu frá Norðlenska

Tveir nemar luku sveinsprófi hjá Norðlenska í vor eins og áður hefur komið fram. Þetta  eru Höskuldur F. Hermannsson og Arnleif S. Höskuldsdóttir og þar að auki var Rúnar Ingi Guðjónsson að útskrifast með meistararéttindi. Hann hefur starfað hjá Norðlenska síðan í október 2004 og útskrifaðist sem sveinn hjá fyrirtækinu vorið 2008. Þremenningarnar fengu viðurkenningu frá Norðlenska í vikunni.

Meistarinn hennar Arnleifar var Jón Knútsson og Hörður Erlendsson var meistari Höskuldar. Myndin var tekin þegar Höskuldur, Arnleif og Rúnar Ingi fengu viðurkenningu frá Norðlenska fyrir áfangann. Frá vinstri: Jón Knútsson, Arnleif S. Höskuldsdóttir, Höskuldur F. Hermannsson, Rúnar Ingi Guðjónsson og Hörður.Erlendsson.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook