Fréttir

Enn þykir KEA hamborgarhryggurinn lang bestur

KEA hamborgarhryggurinn er sá lang besti á markaðnum að mati matgæðinga DV.  Blaðið birtir árlega umfjöllun í dag. KEA  hryggurinn frá Norðlenska sigraði með yfirburðum að þessu sinni og hefur nú fjórum sinnum verið valinn sá besti, á þeim átta árum sem DV hefur staðið fyrir könnuninni.

Í fréttinni segir: „Einn skar sig þó óumdeilanlega úr, KEA hryggurinn frá Norðlenska. Af þeim 13 sem voru smakkaðir þótti hann bera af en þetta er fjórða skiptið sem þessi hryggur ber sigur úr býtum.”
 
Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, er að sjálfsögðu himinlifandi með niðurstöðuna. „Við erum ákaflega ánægð með þessa niðurstöðu þótt hún komi okkur ekki sérstaklega á óvart.  Við erum með frábært fólk í vinnu sem leggur metnað sinn í að framleiða gæðavörur fyrir íslenska neytendur.  Það sem er sérstaklega ánægjulegt er að ár eftir ár skorar KEA hamborgarhryggurinn hátt sem er til vitnis um fagmennsku starfsfólks okkar,” segir Ingvar. „Jólin líta vel út, við erum með mikla markaðshlutdeild í jólavörum og það fylgir því mikil ábyrgð að okkur skuli vera treyst fyrir hátíðarmatnum sem fer á borð landsmanna um jólin,” segir Ingvar Már Gíslason.

Í DV í dag segir: „Þetta er áttunda árið sem DV framkvæmir þessa bragðprófun sem, líkt og undanfarin ár, var undirbúin og skipulögð af matreiðslumeistaranum Brynjari Eymundssyni á Höfninni. DV leitaði til framleiðenda sem tekið hafa þátt áður og lögðu þeir til kjötið í smökkunina með glöðu geði. Kann DV þeim bestu þakkir fyrir góðar viðtökur.”


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook