Fréttabréf og uppbót á sauðfjárinnlegg
09.06.2020 - Lestrar 586
Þar sem samkomubann kom í veg fyrir hefðbundna bændafundi Búsældar nú í vor höfum við sett saman stutt fréttabréf frá Norðlenska um stöðuna og starfsemina á síðasta ári. Fréttabréfið má nálgast hér og undir Bændur>Fréttabréf á heimasíðunni.
Stjórn ákvað á síðasta fundi sínum að greiða 3,4% uppbót á sauðfjárinnlegg haustsins 2019. Uppbótin verður til greiðslu í júlímánuði.
Fyrirkomulag sláturtíðar 2020 liggur líka fyrir og er nánar greint frá því í fréttabréfinu.