Fréttir

Gæfuríkt grillsumar framundan!

Sumarið er tíminn, segir í vinsælu lagi. Sumarið er grilltíminn, segir sumir og það á sannarlega við hér á landi! „Við horfum með eftirvæntingu til sumarsins og spáum því að framundan sé mjög gæfuríkt grillsumar,” segir Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska.

„Við erum að hefja markaðssetningu á nýrri grilllínu þar sem við skiptum út mjög mörgum maríneringum og komum með nýjar á markaðinn.  Að þessu sinni förum við þá leið að  bjóða upp á mikið úrval af marineruðu lamba- og grísakjöti sem ætti að kitla bragðlaukana. Sjálfur er ég mjög spenntur fyrir lambalærissneiðunum sem eru kryddaðar með papriku, chili og hvítlauk og líka fyrir bláberja-lambainnanlærisvöðvanum. Þá komum við með nýjung til að mæta mikilli spurn eftir grísarifjum, Baby back grísarif. Íslendingar virðast einfaldlega ekki fá nóg af því að grilla grísarif enda hafa þau verið mest selda varan okkar undanfarin 4-5 ár og við höfum varla náð að sinna eftirspurninni,” segir Ingvar Már.

„Svo eru mjög skemmtilegir hlutir að gerast varðandi grillpylsur. Við trúum því að hér sé að verða til grillpylsu menning og verðum með fjórar tegundir á markaðnum í sumar. Tvær hefðbundnar tegundir, osta og bratwurst en bætum við tveimur tegundum, önnur þeirra er með pipar og papriku en hin með fennel og tómatflögum, báðar mjög bragðmiklar og góðar. Að auki eru þessar nýju grillpylsur grófhakkaðar og allar tegundir mjöllausar. Það ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.”
 
Landinn er alla jafna mjög duglegur að grilla yfir sumartímann. „Já, Íslendingar eru grillfólk og nýta hvert tækifæri til að kynda í grillinu og gera sér glaðan dag. Ég get ábyrgst að hann verði enn betri með gottinu frá Goða á grillið!” segir Ingvar.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook