Innköllun á Bautabúrs heimilisskinku
29.06.2016 - Lestrar 577
Norðlenska matborðið ehf. hefur ákveðið að taka úr sölu og innkalla frá neytendum Bautabúrið heimilisskinku. Vegna mistaka við merkingu kemur ekki fram að varan inniheldur vatnsrofið sojaprótein sem er á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda.
Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:
- Vörumerki: Bautabúrið
- Vöruheiti: Heimilisskinka
- Umbúðir: Bunkar
- Best fyrir dagsetningar: Innköllunin á við framleiðsla með b.f. dagsetningu frá 29.06. til og með 24.07.2016
- Framleiðandi: Norðlenska matborðið ehf.
- Dreifing: Kaupás verslanir, Nóatún, Krónan, Kjarval, Góður kostur, Samkaup, Nettó, Úrval, Strax, Hagkaup, Víðir, Iceland, Kaupfélag Skagfirðinga, Fjarðarkaup, Kaupfélag Vestur Húnvetninga, Kaupfélag Steingrímsfjarðar Drangnesi og Hólmavík, Dalakofinn, Hríseyjarbúðin, Nesbakki, Plúsmarkaðurinn Hátúni, Miðbúðin, Verslunin Ásbyrgi og Verslunin Urð.
Sala á ofangreindri vöru hefur verið stöðvuð og innköllun úr verslunum stendur yfir. Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru með ofnæmi eða óþol fyrir sojapróteinum eru beðnir að neyta hennar ekki og farga henni eða skila í verslun þar sem hún var keypt.
Gæðastjóri Norðlenska