Fréttir

Jónas kjötiðnaðarnemi ársins

Jónas Þórólfsson og meistari hans, Jón Knútsson.
Jónas Þórólfsson og meistari hans, Jón Knútsson.

Jónas Þórólfsson, nemi í kjötiðn hjá Norðlenska tók þátt í nemakeppni Félags íslenskra kjötiðnaðarmanna (FÍK) sem haldin var dagana 7. - 8. mars. Jónas stóð sig með miklum ágætum í keppninni og var sér og Norðlenska til sóma. Hann var valinn kjötiðnaðarnemi ársins og fékk viðurkenningu fyrir bestu nýjungina að auki. „Það var skreyting sem ég gerði á fillet. Notaði dúkaefni sem stensil, stráði paprikudufti yfir og bjó þannig til kryddblóm á fituna.”

Jónas kveðst að sjálfsögðu mjög ánægður með sigurinn og heiðurinn. „Þeir sem fara í svona keppni reyna að standa sig eins vel og þeir mögulega geta.” Spurður hvort hann hafi stefnt á sigur í nemakeppninni jánkar Jónas því. „Allir sem taka þátt í svona keppni hljóta að fara með það í hug að vinna.”

 

 



Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook