Fréttir

Kjötið frá Norðlenska á O'Learys

Veitingastaðurinn O'Learys í Smáralind mun héðan í frá aðeins bjóða upp á íslenskt kjöt frá matvælafyrirtækinu Norðlenska. O’Learys, sem er hluti af alþjóðlegri keðju veitingastaða um allan heim, er fyrsti staðurinn í keðjunni sem fær leyfi til að bjóða upp á innlent kjöt á matseðli sínum. Elís Árnason, eigandi O'Learys á Íslandi, er mjög ánægður með að geta boðið viðskiptavinum sínum upp á íslenskt kjöt. „Við búum svo vel hérna á Íslandi að hafa aðgang að hágæða kjöti. Við leggjum mikið upp úr því að bjóða upp á gæða hráefni og því fannst okkur mikilvægt að kjötið okkar væri íslenskt gæðakjöt.“  O'Learys er heimsþekkt veitingakeðja og sportbar á yfir 140 stöðum víðs vegar um heiminn.

Á mynd: Daniel Olivecrona frá O’Learys Trademark, Friðrik V frá Norðlenska, Elís Árnason eigandi O'Learys á Íslandi, Arnar Levi yfirkokkur, Heiðar Hallgrímsson rekstrarstjóri.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook