Lágmarksverð fyrir dilkakjöt haustið 2023
Ákveðið hefur verið að gefa út lágmarksverð fyrir dilkakjöt á komandi sláturtíð hjá Kjarnafæði Norðlenska (KN) og dótturfélögum þess Norðlenska matborðinu og SAH Afurðum. Verð á innleggi mun að lágmarki hækka um 5% umfram verðlagsþróun frá síðustu sláturtíð.
Miðað við núverandi breytingu á verðlagi frá fyrra ári, árs verðbólgu í mars 2023, væri þetta að lágmarki um 15% hækkun á meðalverði.
Með þessari ákvörðun er verið að tryggja að tekjur sauðfjárbúa sem leggja inn hjá samstæðu KN hækka umfram verðlagsþróun milli ára, miðað við sama innlegg. Vonir standa til þess að markaðsaðstæður verði með þeim hætti að unnt verði að hækka innlegg haustið 2023 umfram áðurnefnda lágmarkshækkun.
Álag í komandi sláturtíð verður eftirfarandi:
Vika | 35 | 36 | 37 | 38 | 39 | 40 | 41 | 42 | 43 |
Dilkakjöt | 18% | 13% | 10% | 5% | 2% | 0% | 0% | 0% | 0% |
Fullorðið | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% |
KN getur bætt við sig slátrun á komandi sláturtíð og óskar eftir bændum í viðskipti.