Fréttir

Laust starf: Innkaupstjóri Norðlenska

Norðlenska óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling í starf innkaupastjóra. Viðkomandi mun heyra undir framleiðslustjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Umsjón og ábyrgð á innkaupum
  • Umsjón með útflutningi
  • Birgðastýring
  • Umsjón með rekstrarvörulagerum
  • Undirbúningur vörutalninga og úrvinnsla gagna
  • Samskipti við birgja og flutningsaðila
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg
  • Reynsla af innkaupastjórnun kostur
  • Agi og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna í teymi
  • Gott vald á íslensku og ensku í máli og riti
  • Góð tölvufærni

Norðlenska matborðið ehf. er eitt stærsta og öflugasta framleiðslufyrirtæki landsins á sviði kjötvöru. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Akureyri, en fyrirtækið er einnig með starfsstöðvar á Húsavík, á Höfn í Hornafirði og á höfuðborgarsvæðinu. Hjá fyrirtækinu starfa um 180 manns.

Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is) og Elín Friðjónsdóttir (elín.fridjonsdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook