Magnhildur vinnslustjóri á Höfn
03.03.2014 - Lestrar 419
Magnhildur Pétursdóttir hefur tekið við af Einari Karlssyni sem vinnslustjóri Norðlenska á Höfn, en Einar lætur af störfum vegna aldurs síðar á þessu ári. Magnhildur hefur starfað hjá Norðlenska á Höfn frá árinu 2005 og er hún hér með boðin velkomin til nýrra verkefna. Einari er þakkað kærlega fyrir óeigingjarnt starf sem vinnslustjóri í þágu fyrirtækisins og óskað velfarnaðar.