Fréttir

Matgæðingar DV: Enn er besti hamborgarhryggurinn frá Norðlenska

Umfjöllun DV í dag.
Umfjöllun DV í dag.

Hamborgarhryggur frá Norðlenska kemur best út úr bragðkönnun matgæðinga DV enn eitt árið. Greint er frá því í blaðinu í dag og reyndar eru þrír af þeim fjórum bestu frá Norðlenska. Bestur þótti Nóatúns-hamborgarhryggurinn, KEA-hryggur er í öðru sæti og hamborgarhryggur sem Norðlenska framleiðir fyrir Krónuna lenti í fjórða sæti.

„Við erum auðvitað himinlifandi með þetta,” segir Ingvar Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska. „Starfsfólk okkar leggur mikinn metnað og alúð í framleiðsluna sem skilar sér í góðum vörum. Það sem er auðvitað ánægjulegt er að ár eftir ár erum við ofarlega í þessari smakkprófun, það skiptir mestu máli að varan sé eins, og gæðin þau sömu ár eftir ár.  Neytendur eiga að geta gengið að því sem vísu að jólasteikin sem þeim þykir best sé alltaf eins,” segir Ingvar.

Dómnefndina skipuðu Ylfa Helgadóttir, matreiðslumeistari á Kopar og meðlimur í kokkalandsliðinu, Kjartan H. Bragason formaður Meistarafélags kjötiðnaðarmanna, Tinna Þórudóttir Þorvaldsdóttir, heklari og matgæðingur, Elvar Ástráðsson verkamaður og matgæðingur og Hákon Már Örvarsson, þjálfari íslenska kokkalandsliðsins.

Brynjar Eymundsson, matreiðslumeistari á Höfninni, sá um matreiðsluna í ár líkt og fyrri ár.  „Sú nýlunda var tekin upp nú í ár að hryggirnir voru bornir fram heitir enda flestir Íslendingar vanir að borða þá heita,” segir í DV. „Var það samdóma álit nefndarmanna að þannig kæmi bragðið betur fram, kaldur hryggur væri líka bragðdaufari en heitur,” segir í blaðinu.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook