Norðlenska með glæsilegan bás í Höllinni
12.10.2013 - Lestrar 442
Norðlenska er með glæsilegan bás á sýningunni MATUR-INN 2013 sem hófst í Íþróttahöllinni á Akureyri í gær og lýkur kl. 18 í kvöld. Sýnendur eru alls um 30, allt frá smáframleiðendum til stórra fyrirtækja og margt girnilegt í boði. Aðgangur er ókeypis.
Þetta er í sjötta sinn sem sýningin er haldin, síðast sóttu hana um 15.000 manns og gera má ráð fyrir að aðsókn verði ámóta að þessu sinni.
Á myndinni, sem tekin var á sýningunni í gær, eru Ingvar Gíslason markaðsstjóri Norðlenska og Friðjón Edvardsson sölustjóri fyrirtækisins í Reykjavík.