Fréttir

Norðlenska kaupir húseignir Vísis á Húsavík

Frá undirritun samningsins í dag.
Frá undirritun samningsins í dag.

Norðlenska hefur keypt húseignir útgerðarfélagsins Vísis  við Hafnarstétt 25-31 og Hafnarstétt 33 á Húsavík, alls um 5 þúsund fermetra. Í húsunum var vinnslusalur Vísis, frystigeymslur, skrifstofur, gistiheimili og geymslur.

Norðlenska er með öfluga starfsemi á Húsavík. „Okkur hefur vantað meira frystipláss og eignumst nú  stóra og góða frysta við Hafnarstétt. Við sjáum ýmis önnur tækifæri með kaupum á húsnæðinu en ekkert verður þó ákveðið strax í þeim efnum,“ segir Sigmundur Einar Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska.

Það voru Heiðrún Jónsdóttir, stjórnarformaður Norðlenska, og Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, sem undirrituðu samninginn.

Fyrir einu og hálfu ári keypti Norðlenska hús við Suðurgarð 2 á Húsavík af Vísi en þar er starfsemi dótturfyrirtækis Norðlenska, Icelandic Byproducts.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook