Fréttir

Ný verðskrá fyrir nautakjöt

Norðlenska hefur gefið út nýja verðskrá fyrir nautakjöt sem tekur gildi 02.03.2020.

Nýja verðskráin felur í sér talsverðar breytingar frá fyrri verðskrá en hún tók gildi í kjölfar innleiðingar á nýju kjötmati árið 2018. Helstu breyginar eru:

Breyting á fitufellingu. Hætt er að verðfella fyrir fitu í flokkum 3- og 3 en á móti sett inn felling í flokka 1+ og 2-.
Breyting á verðhlutföllum gerðarflokka ungneyta sem er talin endurspegla betur virði gerðarflokka. Þessi breyting breytir meðalverði innlagðs ungneytakjöts óverulega eða ekkert sé miðað við rauninnlegg til félagsins undanfarið ár.
Breyting á verðhlutföllum gerðarflokka í kýrkjöti á þann veg að verð á P og P- er lækkað hlutfallslega miðað við aðra gerðarflokka. Grunnverð kýrkjöts er einnig lækkað í nýju verðskránni og endurspeglar sú lækkun versnandi aðstæður á markaði sem koma til meðal annars vegna heimilda til innflutnings á ófrystu kjöti og stighækkandi tollkvótum fyrir innflutt kjöt frá ESB.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook