Nýtt mötuneyti tekið í notkun
30.08.2013 - Lestrar 527
Nýtt mötuneyti var tekið í notkun hjá Norðlenska Akureyri í dag. Framkvæmdir hafa staðið yfir við byggingu mötuneytisins frá því skóflustunga var tekin í lok apríl. Nýja mötuneytið getur tekið alla starfsmenn Norðlenska á Akureyri í sæti. Starfsmönnum var boðið uppá léttar veitingar í lok vinnudags í dag. Þar sagði Sigmundur Ófeigsson framkvæmdarstjóri Norðlenska "að starfsmannamál skiptu fyrirtækið miklu máli og því væri gleðilegt að loksins væri komin sómasamleg aðstaða fyrir starfsfólkið en endurbætur aðstöðunnar hafa verið á dagskrá í fjölda mörg ár".