Öskudagur 2021
15.02.2021 - Lestrar 753
Því miður verður ekki tekið á móti öskudagsliðum í Norðlenska þetta árið !
Stefnum á skemmtilegri Öskudag 2022.
Á heimasíðunni www.covid.is eru eftirfarandi hugmyndir settar fram um öðruvísi öskudag.
Hugmyndir á farsóttartímum á öðruvísi öskudegi!
- Gerum okkur dagamun í nærumhverfinu
Höldum upp á daginn á heimavelli, í skólanum, frístundaheimilinu eða félagsmiðstöðinni. - Mætum í búningum
Brjótum upp á hversdagsleikann með því að mæta öll í búningum. Ungir sem aldnir. - Endurvekjum gamlar hefðirNú er tækifæri að endurvekja gamlar öskudagshefðir eins og að búa til öskudagspoka og slá köttinn úr tunnunni. Með sóttvarnir í huga að sjálfsögðu.
- Syngjum fyrir sælgæti
Ef hefð er fyrir því að ganga á milli húsa eða fyrirtækja í hverfinu væri upplagt að foreldrafélög tækju upp á sína arma að halda utan um hvar sé hægt að koma og syngja fyrir nammi. Athugið að gæta fyllstu sóttvarna og gefið aðeins sérinnpakkað sælgæti.