Öskudagur hjá Norðlenska
10.02.2016 - Lestrar 428
Það ríkir alltaf mikil gleði og eftirvænting hjá Norðlenska á Öskudaginn. Löng hefð hefur skapast fyrir því að kynjaverur margskonar kíki í heimsókn og gæði sér á Goða pylsum eftir að hafa sungið um allan bæ. Engin breyting varð á þetta árið og mætti fjöldinn allur af krökkum í fjölbreytilegum og skemmtilegum búningum bæði á Akureyri og á Húsavík. Fullorðna fólkið lét sig heldur ekki vanta og fóru allir saddir og glaðir heim eftir að hafa sungið nokkur lög.