Pólskt hlaðborð á Húsavík
16.04.2014 - Lestrar 518
Síðastliðinn föstudag, þann 11.04., var boðið upp á pólskt hlaðborð að loknum vinnudegi á Húsavík. Það voru þau Paulina, Lilla, Lukasz og Pawel sem báru hitann og þungann af undirbúningnum, en þau starfað hjá Norðlenska í 6-8 ár. „Þetta var virkilega gott og skemmtileg tilbreyting. Það voru einir 10 réttir í boði og tvær tertur í eftirrétt“ sagði Sigmundur Hreiðarsson vinnslustjóri á Húsavík. Hjá Norðlenska starfa nú samtals 172 starfsmenn á Akureyri, Húsavík, Höfn og í Kópavogi. Þar af eru 38 starfsmenn af erlendu bergi brotnir eða um 22%. Pólverjar eru 30 talsins eða rúmlega 17%.