Fréttir

Sauðféð vel haldið í Grímsey!

„Við vissum að það væri gott fyrir mannfólkið að búa í Grímsey og miðað við það sauðfé sem við fengum hér til lógunar í dag, þá er ljóst að það hefur ekki liðið neinn skort,” sagði Sigmundur Hreiðarsson vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík núna seinni partinn. Meðalþungi dilka úr Grímsey var 22,49 kg og sá þyngsti var 28,0 kg.

Meðalþungi dilka í sláturtíðinni hjá Norðlenska á Húsavík til þessa er 16,67 kg svo bændurnir í Grímsey geta verið stoltir af fínu fé. „Ég minnist þess ekki að við höfum áður fengið fé úr Grímsey, svo þetta eru ákveðin tímamót,” sagði Sigmundur.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook