Fréttir

Sláturtíð hafin - og fréttabréf

Fimmtudaginn 29. ágúst hófst sauðfjársláturtíð á Húsavík. Búið er að ráða rúmlega 100 starfsmenn af 12 þjóðernum til viðbótar við þann fjölþjóðlega hóp starfsfólks sem fyrir er á starfsstöðinni. Reiknað er með að rúmlega 100.000 dilkum verði slátrað á tímabilinu fram til loka október og hefur slátrun á Húsavík aldrei verið meiri. Ástæðan er aðallega sú að slátrun á Höfn í Hornafirði hefur verið lögð niður og færist að miklu leyti til Húsavíkur. Meðfylgjandi er mynd af Halldóri Sigurðssyni réttarstjóra til margra ára þegar hann tók á móti fyrstu kindum haustsins.

Fréttabréf vegna skipulags og heimtöku í sláturtíð má nálgast með því að smella hér.

 


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook