Fréttir

Stefán Einar hlaut lambaorðuna

Stefán Einar Jónsson hlaut lambaorðuna í Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna sem fram fór á dögunum.
Stefán sem er verkstjóri hjá Norðlenska á Akureyri hlaut Lambaorðuna fyrir Léttreyktan Lambahrygg.  Það eru Landssamtök sauðfjárbænda sem veita lambaorðuna þeim kjötiðnaðarmanni sem á bestu vöruna unna úr lambakjöti.  
Keppnin fer þannig fram að kjötiðnaðarmenn senda inn vörur með nafnleynd til dómarahóps, sem dæmir vörurnar eftir faglegum gæðum. Hver keppandi má senda inn allt að 10 vörur til keppninnar en samanlagður stigafjöldi 5 hæstu varanna gildir til stiga í keppninni um titilinn Kjötmeistari Íslands.  Vörurnar geta  hlotið gull, silfur eða brons verðlaun en gullverðlaun fá þær vörur sem hafa 49-50 stig.  Innsendar vörur voru 143 og hlutu 111 þeirra verðlaun.
Stefán sendi inn 10 vörur og hlaut fyrir það 244 stig af 250 mögulegum.  Auk léttreykta lambahryggsins fékk Stefán gull fyrir grafið lambafille og sviðasultu, Silfur fyrir vínarpylsur og lifrakæfu og brons fyrir kindakæfu og grafið nautafille. Norðlenska óskar Stefáni til hamingju með flottan árangur.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook