Sumargrill fjölskyldunnar á Húsavík
06.07.2014 - Lestrar 470
Norðlenska á Húsavík hélt sitt hefðbundna sumargrill fjölskyldunnar fyrir nokkrum dögum í blíðskaparveðri. Alltaf er jafn ánægjulegt hve vel er mætt og nú nutu um 150 manns mikillar grillveislu og allir fengu að sjálfsögðu ís á eftir. Einnig voru hoppukastalar og rennibraut fyrir börnin, sem svo sannanlega kunnu að meta allt sem í boði var, að sögn Sigmundar Hreiðarssonar vinnslustjóra á Húsavík.