Verð á dilkakjöti haustið 2022 og uppbót á verð dilkakjöts árið 2021
02.02.2022 - Lestrar 792
Ákveðið hefur verið að greiða 3% uppbót á innlagt dilkakjöt árið 2021. Uppbótin kemur til greiðslu í byrjun maí 2022.
Samhliða ákvörðun um uppbótargreiðslu var ákveðið að verð á dilkakjöti haustið 2022 hækki um að lágmarki 10% frá endanlegu verði fyrir dilkakjöt árið 2021. Vonir standa til þess að markaðsaðstæður verði með þeim hætti að unnt verði að hækka innlegg haustið 2022 umfram áðurnefnd 10%.