Verðskrá dilkakjöts fyrir haustslátrun 2014
Norðlenska birtir í dag verðskrá fyrirtækisins fyrir dilkakjöt í komandi haustslátrun. Helstu breytingar frá verðskrá haustsins 2013 eru þær að meðalverð fyrir lambakjöt hækkar um 3% og verðskrá fyrir fullorðið fé er sú sama og áður. Álagsgreiðslur eftir tímabilum eru þær sömu og í fyrra, en þó með þeirri undantekningu að greitt er 12% álag í viku 36
Verðskráin er birt í heild sinni undir liðnum „Bændur“ á forsíðu heimasíðunnar og má einnig sjá hér.
Slátrun hefst 3. september á Húsavík og 16. september á Höfn. Boðið verður upp á forslátrun á Höfn í viku 36.
Bændur er hvattir til að senda fyrirtækinu sláturfjárloforð eða vera í sambandi við Sigmund á Húsavík/Magnhildi á Höfn í síma, varðandi forslátrun eða annað viðkomandi sláturtíðinni.