Fréttir

250 tonn flutt út

Norðlenska hefur flutt út um 250 tonn í þessari sláturtíð. „Þar af eru um 225 tonn af svokölluðum aukaafurðum, til dæmis vömbum, görnum, lungum og þess háttar. Sem sagt „bestu bitarnir” sem sumir kalla svo!” segir Sigmundur Hreiðarsson stöðvarstjóri Norðlenska á Húsavík og vísar til einkennilegrar umræðu sem átt hefur sér stað í samfélaginu í haust.

Sala á lambakjöti hefur gengið mjög vel, að sögn Sigmundar. „Allt okkar góða starfsfólk í framleiðslu, afgreiðslu og sölu hefur staðið sig afburða vel og ljóst að Íslendingar vilja borða þetta góðgæti sem lambakjötið er. Fólk hlustar að sjálfsögðu ekki á upphrópanir um að við ættum öll að hætta því.”

 

Góð slátursala

 

Slátursala fór varlega af stað eins og Elín í slátursölunni orðaði það, en tók svo mjög vel við sér og við erum mjög sátt við hvernig úr rættist,” segir Sigmundur Hreiðarsson.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook