Fréttir

40-50 sumarstarfsmenn

Fast að fimmtíu sumarstarfsmenn starfa hjá Norðlenska í sumar - á Akureyri, Húsavík og Reykjavík - og hafa þeir flestir hafið störf nú þegar.

Sumarleyfistímabilið er nú þegar hafið hjá fastráðnum starfsmönnum Norðlenska og því er meira en nóg að gera fyrir sumarafleysingafólkið. Langflestir eru nú komnir til starfa, að sögn Katrínar Dóru Þorsteinsdóttur, starfsmannastóra. "Við ráðum inn fólk í öll störf - framleiðslu-, sölu og skrifstofustörf. Við höfum bæði ráðið inn starfsmenn sem hafa verið hjá okkur áður en einnig nýtt fólk. Við auglýstum eftir starfsfólki á Akureyri og fengum um hundrað umsóknir. Flestar umsóknir voru frá krökkum sem eru fæddir 1990 og 1991. Af þeim 46 sumarstarfsmönnum sem við erum búin að ráða eru 13 á Húsavík, 3 í Reykjavík og 30 á Akureyri," segir Katrín Dóra.

Á morgun, fimmtudaginn 7. júní, verður námskeið fyrir sumarafleysingastarfsmennina á Akureyri og á föstudag á Húsavík.

Katrín Dóra segir að yfir sumarmánuðina sé mikið að gera hjá Norðlenska, síst minna en á öðrum tímum árs. Á haustin er mikið að gera í sláturtíðinni, síðan tekur jólavertíðin við, þá þorrinn og þegar vorar færist þunginn í starfseminn yfir í grillkjötið. Þessa dagana er því líflegt í vinnslu á grillkjöti, en eins og fram hefur komið setti Norðlenska nýja línu af grillkjöti á markaðinn núna á vordögum, sem hefur fengið afar góðar viðtökur.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook