Fréttir

„Skrýtin umræða um skort á lambakjöti“

Matreiðslumeistarinn Friðrik V. Karlsson - Friðrik fimmti - skrifar reglulega pistla um mat í Sunnudagsmoggann. Um síðustu helgi nefndi hann m.a. meintan kjötskort í sumar. Umræðan þótti honum skrýtin, enda hafi hann aldrei lent í vandræðum með að fá það hráefni sem hann vantaði.

Í pistlinum segir Friðrik meðal annars: 

„Ég er ekki mikill áhugamaður um útflutning á kjöti og finnst að við eigum heldur að flytja inn ferðamenn til að borða lambið hér. Umræðan um lambakjötsskort í sumar finnst mér mjög skrýtin, ég lagði mig fram og fór á milli verslana til að velta þessu fyrir mér, eins hafði ég samband við nokkra birgja þar sem ég stóð í talsverðum veisluhöldum og lambakjötið lék þar stórt hlutverk. Ég var í engum vandræðum að fá það hráefni sem vantaði og upplifði ekki vöntun. Nema þá kannski í verslunum Haga enda held ég að umræðan hafi hafist þar, líklega út af áhuga þeirra á að flytja inn lambakjöt með því yfirvarpi að það sé í þágu neytenda.

Einhverjir spekingar töluðu um að búið væri að flytja út alla hryggi og læri en það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég talaði við tvo stóra kjötbirgja að helsta aukningin í útflutningi þeirra hafi verið í slögum sem notuð eru í kebab í Bretlandi, beinum sem flutt eru til Nígeríu og innmat til Asíu; allt eru þetta afurðir sem við Íslendingar notum lítið í dag. Íslenskt lambakjöt er einstakt á heimsvísu og talsvert frábrugðið öðru lambakjöti eins og flestir aðrir þekkja, bæði aldur, uppeldisskilyrði, meðhöndlun, hlutun og eldamennska. Við eigum að nýta okkur þá sérstöðu að vera eyja og eiga þessa einstöku náttúruafurð, bera virðingu fyrir henni og njóta. Það má eflaust endurskoða styrkjamálin, en ég vil benda á að ýmislegt annað er styrkt hér á landi sem við viljum ekki missa, eins og t.d. menning og listir.“

Svo mörg voru þau orð.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook