Aðalfundur Kjarnafæðis Norðlenska hf.
Aðalfundur Kjarnafæðis Norðlenska hf. var haldinn mánudaginn 20. mars 2023.
Rekstrartekjur samstæðunnar voru 10.907 milljónir króna árið 2022 og jukust um 15% frá fyrra ári. Afkoma samstæðunnar, sem inniheldur auk móðurfélagsins meðal annars dótturfélögin Norðlenska matborðið ehf. og SAH Afurðir ehf. batnaði frá fyrra ári og var, eftir skatta, jákvæð um 178 milljónir króna samanborið við 152 milljóna króna tap á árinu 2021. Rekstrarafkoma fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 699 milljónir króna samanborið við 123 milljónir króna árið 2021. Ársverk 2022 voru 302.
Árið 2022 var fyrsta heila rekstrar ár samstæðu Kjarnafæðis Norðlenska eftir að félögin fengu heimild til að sameinast um mitt ár 2021. Eftirspurn eftir framleiðsluvörum samstæðunnar var góð á árinu og hefur markaðurinn rétt mikið úr kútnum eftir samdrátt á tímum heimsfaraldurs.
Ytri aðstæður rekstrar á árinu 2022 voru um margt krefjandi og einkenndust af óstöðugleika. Miklar hækkanir á hrávöru á heimsmarkaði höfðu áhrif á rekstrarkostnað auk þess sem almennt hækkandi verðlag innanlands og vaxtasig hafði hvorutveggja bein áhrif til hækkunar á rekstrarkostnaði og fjármagnsgjöldum samstæðunnar. Stjórn og stjórnendur samstæðunnar hafa á árinu unnið að því að aðlaga og hagræða í rekstri samstæðunnar auk þess að bregðast við breyttu umhverfi.
Stjórn móðurfélagsins var endurkjörin á fundinum, hana skipa:
Björgólfur Jóhannsson, formaður
Rúnar Sigurpálsson, varaformaður
Eiður Gunnlaugsson
Gróa Jóhannsdóttir
Jóna Finndís Jónsdóttir