Fréttir

Aðalfundur Norðlenska í gær - uppgjör staðfest

Á aðalfundi Norðlenska í gær var staðfest uppgjör fyrir 2007, en eins og fram hefur komið var félagið rekið með 505,8 milljóna króna hagnaði samanborið við 18,7 milljóna króna hagnað árið 2006.

Í árslok 2007 námu eignir Norðlenska 2.183 milljónum króna, bókfært eigið fé var 405 milljónir og hafði hækkað um 37 milljónir milli ára og eiginfjárhlutfall var 19%. Ársvelta Norðlenska á árinu 2007 var 3.181 milljónir króna og var félagið stærsti sláturleyfishafi landsins árið 2007, heildarslátrun á árinu nam 3.732 tonnum. 

Á aðalfundinum í gær kom fram að fylgt verður áfram þeirri stefnumörkun að þjóna neytendum sem allra best og hafa jafnframt hagsmuni framleiðenda að leiðarljósi.

Norðlenska er þriðja veltumesta fyrirtæki á Norðausturlandi í dag og jafnframt er það eitt stærsta fyrirtæki landsins sem er alfarið í eigu bænda, en sem kunnugt er keypti Búsæld, félag framleiðenda, hluti annarra hluthafa í félaginu og eignaðist það þar með að fullu.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook