Fréttir

Af aðalfundi Búsældar

Aðalfundur Búsældar ehf var haldinn að Brúarási á Fljótsdalshéraði 19. apríl sl. Bein mæting á fundinn var ekki góð en hluthafar voru með verulegt  magn umboða og var þannig alls mætt fyrir um 35% hlutafjár. Fram kom í skýrslu Jóns Benediktssonar, formanns félagsins, að hafinn væri undirbúningur að frekari kaupum Búsældar ehf.  á hlutafé í Norðlenska, enda hefði komið fram á fundum með félagsmönnum að hugur þeirra stæði til slíks. Nýlega var gert samkomulag við KEA um val á matsaðila til að verðmeta félagið, svo sem kveðið er á um í hluthafasamkomulagi.

Jón taldi að þrátt fyrir að hörð samkeppni væri um sláturgripi hefðu Búsæld/Norðlenska náð að halda utan um sitt að mestu.

Félagar í Búsæld eru nú um 530 og á félagið 39,45 % hlutafjár í Norðlenska og eru skuldir félagsins vegna þess um 160 milljónir króna.

Stjórn félagsins var endurkjörin en hana skipa Jón Benediktsson Auðnum formaður, Ingvi Stefánsson Teigi varaformaður, Geir Árdal Dæli ritari og meðstjórnendur Aðalsteinn Jónsson Klausturseli og Trausti Þórisson Hofsá.

Varastjórn skipa Þórarinn I. Pétursson Laufási, Sigurbjörn Snæþórsson Gilsárteigi, Gróa Jóhannsdóttir Hlíðarenda og Þorsteinn Sigjónsson Bjarnarnesi.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook