Fréttir

Af aðalfundi Norðlenska

Eins og fram hefur komið fór velta Norðlenska í fyrra í fyrsta skipti yfir þrjá milljarða króna. EBITDA-hagnaður var tæpar 269 milljónir króna, sem er 40 milljónum króna hærri EBITDA-hagnaður en árið 2005. Hagnaður fyrirtækisins eftir afskriftir og vexti var 18,6 milljónir króna. Bókfært eigið fé Norðlenska er 367 milljónir króna.

Sigmundur E. Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska, lét þess getið á aðalfundi félagsins 16. apríl sl. að á yfirstandandi ári sé gert ráð fyrir um 4% veltuaukningu og auknum hagnaði af rekstri Norðlenska.

Hjá Norðlenska voru tæplega 190 ársstörf á síðasta ári. Fyrirtækið er eitt af þeim stærstu á landsbyggðinni, er raunar í hópi fjögurra veltumestu fyrirtækja í Norðausturkjördæmi.

Ein breyting varð á stjórn Norðlenska á aðalfundi félagsins. Úr stjórn gekk Benedikt Sigurðarson og í hans stað var kjörinn Hannes Karlsson. Aðrir aðalmenn í stjórn voru kjörnir Halldór Jóhannsson, Björn Friðþjófsson, Aðalsteinn Jónsson og Ingvi Stefánsson. Í varastjórn voru kjörnir Geir Árdal og Ágúst Þorbjörnsson.  Stjórn mun skipta með sér verkum á næsta stjórnarfundi.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook