Fréttir

Afurðagreiðslur tryggðar - engin röskun á starfsemi Norðlenska

Í því mikla umróti sem hefur verið á fjármálamörkuðum síðustu sólarhringa vilja stjórnendur Norðlenska taka eftirfarandi fram:

Áður en kom til þess að skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins tók yfir stjórn Landsbankans, sem er viðskiptabanki Norðlenska, hafði fyrirtækið tryggt sér fjármögnun afurðalána til þess að greiða innleggjendum fyrir sínar afurðir. Samkvæmt upplýsingum Landsbankans í morgun stendur þessi fyrirgreiðsla, sem er í íslenskum krónum, og þar með eru greiðslur til innleggjenda tryggðar.

Þá er ástæða til að undirstrika að samkvæmt upplýsingum viðskiptabanka og stjórnvalda, verður starfsemi fyrirtækja eins og Norðlenska, þar sem unnið er að framleiðslu innlendra matvæla, varin.

Hjá Norðlenska starfa tæplega þrjúhundruð manns núna í sláturtíðinni og innleggjendur sem fá greitt fyrir sitt innlegg eru á sjöunda hundrað talsins.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook